Julian Nagelsmann, þjálfari RB Leipzig, var ánægður með frammistöðu Timo Werner í 5-0 sigrinum á Mainz í þýsku deildinni í gær.
Werner skoraði þrennu í leiknum en hann gerði slíkt hið sama í fyrri leiknum gegn Mainz á tímabilinu.
Hann hefur átt frábært tímabil og er með 24 mörk í 27 deildarleikjum auk þess að vera með 7 stoðsendingar en enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er sagt hafa mikinn áhuga á að fá hann í sumar.
„Timo er nú kominn með betra skyn fyrir því að sækja ekki bara á vængnum heldur að fara einnig í tíuna. Þetta gerir hann enn hættulegri og mótherjarnir eiga eftir að eiga í erfiðleikum með hann," sagði Nagelsmann.
Athugasemdir