Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 25. maí 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Toppliðin á eftir Joshua King
Joshua King
Joshua King
Mynd: Getty Images
Norski framherjinn Joshua King er afar eftirsóttur þessa dagana en fjögur bestu lið ensku úrvalsdeildarinnar hafa áhuga á því að fá hann frá Bournemouth. Sky Sports greinir frá.

King, sem er 28 ára gamall, var nálægt því að ganga aftur í raðir Manchester United í janúar en Bournemouth hafnaði þá 20 milljón punda tilboði í hann. United ákvað í staðinn að fá Odion Ighalo á láni frá Shanghai Shenhua.

King hefur heillað mörg lið í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur verið heitur með Bournemouth frá því hann kom til félagsins fyrir fimm árum síðan.

Samkvæmt Sky Sports eru fjögur af sex toppliðum ensku úrvalsdeildarinnar á eftir honum og ljóst að það verður hart barist um hann í sumar.

Chelsea er eitt af liðunum og má gera ráð fyrir því að United sé einnig í hópnum en það verður áhugavert að sjá hvað verður um King í sumar.
Athugasemdir
banner
banner