Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. maí 2022 12:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Á því að Sandra fái of lítið hól - „Búin að vera frábær markmaður í einhver 30 ár"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, reyndist hetja liðsins undir lok leiksins gegn Breiðabliki í gær. Valur leiddi 0-1 þegar Breiðablik fékk vítaspyrnu á 82. mínútu.

Sandra las þá vítaskyttu Breiðabliks, Melina Ayres, og varði spyrnuna. Lokatölur urðu 0-1 fyrir Íslandsmeisturunum og þær komnar í toppsætið.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Valur

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, hrósaði Söndru sérstaklega í viðtali eftir leik. „Sandra fær allt of lítið hól. Hún er frábær markmaður og er búin að vera frábær markmaður í einhver 30 ár sko. Ég held að þau séu að verða 47 er það ekki? Hún var stórkostleg í dag og sýndi og sannaði að hún er markmaður númer eitt," sagði Pétur um Söndru.

Sandra var sjálf til viðtals eftir leikinn. „Maður tekur svolítið sénsinn, reynir að lesa spyrnumanninn og það tókst bara vel í dag og ég er bara ótrúlega ánægð með það."

Alexandra Bía fjallaði um leikinn hér á Fótbolta.net og valdi Söndru mann leiksins. „Fullkomin frammistaða hjá Söndru í kvöld. Hún varði nokkrum sinnum gríðarlega vel og átti allavega þrjár góðar vörslur á fyrsta korteri leiksins. Hún kórónaði leik sinn þegar hún varði vítaspyrnu á 83. mínútu leiksins og tryggði Val endanlega sigurinn," skrifaði Alexandra í skýrsluna eftir leik.
Pétur: Þorsteinn Halldórsson, farðu að velja Örnu Sif í landsliðið
Sandra: Óska mótherjum okkar bara góðs gengis að verjast henni
Athugasemdir
banner
banner
banner