Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. maí 2022 13:00
Ástríðan
Kostaði alls ekki tvær milljónir - „Segið bara hvað maðurinn kostaði"
Mynd: Grindavík
Kristófer Páll Viðarsson gekk í raðir Grindavíkur frá Reyni Sandgerði á lokadegi félagaskiptagluggans. Þáttarstjórnendur Ástríðunnar greindu frá því að Grindavík hefði greitt tvær milljónir fyrir Kristófer.

Málið var rætt í nýjasta þætti Ástríðunnar. Sagt var frá því að þeir þáttarstjórnendur hefðu fengið pillur á sig fyrir það spjall.

„Þurfum við ekki að leiðrétta það af því þetta var ekkert rétt hjá okkur," sagði Gylfi Tryggvason.

„Hvað er það rétta í þessu?" spurði Sverrir Mar Smárason.

„Kristófer mátti bara fara ef lið í efri deild vildi fá hann. Mér skilst að Grindvíkingar hefðu meira að segja getað fengið hann frítt ef þeir vildu það. Grindavík borgaði samt eitthvað fyrir hann en það voru ekki tvær milljónir og ekki nálægt því," sagði Gylfi.

„Það var svo mikill hiti eftir þetta. Ég skil ekki, það er ekkert gefið upp og allt svo mikið leyndarmál. Við viljum að það sé verið að kaupa og selja leikmenn, það sé hagkerfi og það er bæði betra og skemmtilegra. Það segir enginn neitt og við erum eina hlaðvarpið sem fjallar um þetta. Við fórum á stúfana, finnum út úr þessu, fáum stundum ekki réttar upplýsingar en við reynum samt," sagði Gylfi.

„Við tölum ekki um annað en það sem við komumst að," bætti Sverrir við.

„Þegar við segjum þetta, að þetta hafi verið tvær milljónir, þá koma framkvæmdastjórar á Twitter. Segið bara hvað maðurinn kostaði. Þetta er bara fyndið og góður banter. Við skutum en hittum ekki í markið þarna," sagði Gylfi.



Ástríðan - 3. umferð - Magnaður Kristófer og ekki tala við okkur um virðingu
Athugasemdir
banner
banner
banner