Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. maí 2022 13:30
Ástríðan
Heyrðu að Grindavík hefði borgað 2 milljónir fyrir Kristófer
Mynd: Grindavík
Á lokadegi félagaskiptagluggans tilkynnti Grindavík um komu Kristófers Páls Viðarssonar til félagsins. Kristófer kom frá Reyni Sandgerði sem spilar í 2. deild en Grindavík er í Lengjudeildinni.

Kristófer er 25 ára gamall sóknarþenkjandi leikmaður sem hefur komið víða við á sínum ferli. Á síðustu leiktíð skoraði hann átta mörk í 2. deild með Reyni.

Félagaskiptin voru rædd í Ástríðunni. „Kristófer var keyptur og það var alvöru summa sem Reynir fékk fyrir hann," sagði þáttarstjórnandi Sverrir Mar Smárason.

„Ég heyrði ógnvægilega tölu, hærri en yfirdráttarheimildin mín," sagði Óskar Smári Haraldsson. „Við erum komnir þangað á Íslandi að lið í 1. deild er að kaupa leikmann í deild fyrir neðan á einhverjar milljónir."

„Af hverju erum við að dansa svona í kringum þetta. Hvaða tölu voruði að heyra?" spurði Sæbjörn Steinke.

„Ég heyrði tvær milljónir," sagði Sverrir sem var það sama og Óskar hafði heyrt. „Mér finnst þetta vel gert hjá Grindavík, hann er með ótrúlega mikla hæfileika. En þarna kemur þungt högg á Reyni Sandgerði. Þetta var helsta stjarna liðsins sem bjó til flesta frá þeim," sagði Óskar.
Ástríðan - 2. umferð - Dalvík og Víðir byrja vel og Njarðvík að pakka saman 2. deildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner