Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 25. maí 2024 00:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann Kristinn: Fullsödd í seinni fyrir minn smekk
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA var gríðarlega ánægður eftir sigur liðsins gegn Tindastóli í Boganum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við hann í leikslok.


Lestu um leikinn: Þór/KA 5 -  0 Tindastóll

„Hrikalega ánægður með fyrri hálfleikinn. VIð vorum kannski fullsödd í seinni fyrir minn smekk en náum inn einu marki. Við hefðum getað gert okkur þetta auðveldara fyrir með því að róa okkur aðeins. Ég er ógeðslega ánægður með að halda hreinu og skora fimm mörk," sagði Jóhann.

„Mér fannst vanta hungur í okkur í seinni hálfleik, það var eins og við værum að bíða eftir því að þetta væri búið. Það breytir því ekki að ég er svo ánægður hvernig ákefðin í varnarleiknum er, við gefum ekkert eftir, við viljum verja markið okkar. Það er svo mikill vilji í þeim að það er ekkert annað hægt en að vera ánægður með það."

Staðan var 4-0 í hálfleik en Emelía Ósk Kruger og Sonja Björg Sigurðardóttir komu inn á sem varamenn og bjuggu til fimmta og síðasta mark leiksins.

„Það er ekki auðvelt að koma inn á og setja mark sitt á leikinn alveg sama hvernig staðan er. Það sem Sonja og Emelía gerðu var frábært hjá þeim, að koma svona tilbúnar inn í verkefnið, þær eiga stórt hrós skilið," sagði Jóhann.


Athugasemdir
banner