Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   lau 25. maí 2024 20:34
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Jón Þór Hauksson var svekktur eftir leik.
Jón Þór Hauksson var svekktur eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það var náttúrulega ofboðslega erfiður fyrri hálfleikur á móti stífum vindi og það sem við ætluðum okkur að gera fyrir leikinn það kannsi fauk út um gluggan." voru fyrstu viðbrögð Jón Þórs Haukssonar þjálfara ÍA eftir 0-1 tap gegn Víkingi Reykjavík á Norðurálsvellinum í dag en Jón Þór var virkilega svekktur eftir leik.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.

Sigurmark Víkings kom í byrjun síðari hálfleiks eftir vægast sagt umdeildan dóm þegar Daniel Dejan Djuric fór niður í teig ÍA eftir samskipti sín við Marko Vardic sem fékk að líta beint rautt spjald í kjölfarið.

„Þetta er bara alltof dýrt í svona leik eins og ég segi, það er nógu erfitt að spila á móti Víkingunum 11 á móti 11 en 10 á móti 11 er alltaf erfitt og þeir þurfa engar gjafir eins og þessa. Þetta er bara gefins vítaspyrna eins og ég sé þetta, það fer enginn svona niður við eitthvað peysutog. Hann bara hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn og það fellur enginn þannig þegar einhver togar í treyjuna þína eða ýtir eitthvað aðeins við öxlina þína og það segir sig bara sjálf og Erlendur er alltof reyndur til þess að falla í þessa gryfju eins og ég sé þetta."

„Við gerðum það sem við gátum til að koma okkur aftur inn í leikinn og koma boltanum upp og í hættusvæðin og við sköpuðum okkur alveg nógu mörg færi til þess að koma til baka í leiknum og ég er bara mjög ánægður með mína menn hvernig þeir spiluðu leikinn einum færri."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner