Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   lau 25. maí 2024 20:34
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Jón Þór Hauksson var svekktur eftir leik.
Jón Þór Hauksson var svekktur eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það var náttúrulega ofboðslega erfiður fyrri hálfleikur á móti stífum vindi og það sem við ætluðum okkur að gera fyrir leikinn það kannsi fauk út um gluggan." voru fyrstu viðbrögð Jón Þórs Haukssonar þjálfara ÍA eftir 0-1 tap gegn Víkingi Reykjavík á Norðurálsvellinum í dag en Jón Þór var virkilega svekktur eftir leik.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.

Sigurmark Víkings kom í byrjun síðari hálfleiks eftir vægast sagt umdeildan dóm þegar Daniel Dejan Djuric fór niður í teig ÍA eftir samskipti sín við Marko Vardic sem fékk að líta beint rautt spjald í kjölfarið.

„Þetta er bara alltof dýrt í svona leik eins og ég segi, það er nógu erfitt að spila á móti Víkingunum 11 á móti 11 en 10 á móti 11 er alltaf erfitt og þeir þurfa engar gjafir eins og þessa. Þetta er bara gefins vítaspyrna eins og ég sé þetta, það fer enginn svona niður við eitthvað peysutog. Hann bara hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn og það fellur enginn þannig þegar einhver togar í treyjuna þína eða ýtir eitthvað aðeins við öxlina þína og það segir sig bara sjálf og Erlendur er alltof reyndur til þess að falla í þessa gryfju eins og ég sé þetta."

„Við gerðum það sem við gátum til að koma okkur aftur inn í leikinn og koma boltanum upp og í hættusvæðin og við sköpuðum okkur alveg nógu mörg færi til þess að koma til baka í leiknum og ég er bara mjög ánægður með mína menn hvernig þeir spiluðu leikinn einum færri."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner