Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   lau 25. maí 2024 20:34
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Jón Þór Hauksson var svekktur eftir leik.
Jón Þór Hauksson var svekktur eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það var náttúrulega ofboðslega erfiður fyrri hálfleikur á móti stífum vindi og það sem við ætluðum okkur að gera fyrir leikinn það kannsi fauk út um gluggan." voru fyrstu viðbrögð Jón Þórs Haukssonar þjálfara ÍA eftir 0-1 tap gegn Víkingi Reykjavík á Norðurálsvellinum í dag en Jón Þór var virkilega svekktur eftir leik.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.

Sigurmark Víkings kom í byrjun síðari hálfleiks eftir vægast sagt umdeildan dóm þegar Daniel Dejan Djuric fór niður í teig ÍA eftir samskipti sín við Marko Vardic sem fékk að líta beint rautt spjald í kjölfarið.

„Þetta er bara alltof dýrt í svona leik eins og ég segi, það er nógu erfitt að spila á móti Víkingunum 11 á móti 11 en 10 á móti 11 er alltaf erfitt og þeir þurfa engar gjafir eins og þessa. Þetta er bara gefins vítaspyrna eins og ég sé þetta, það fer enginn svona niður við eitthvað peysutog. Hann bara hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn og það fellur enginn þannig þegar einhver togar í treyjuna þína eða ýtir eitthvað aðeins við öxlina þína og það segir sig bara sjálf og Erlendur er alltof reyndur til þess að falla í þessa gryfju eins og ég sé þetta."

„Við gerðum það sem við gátum til að koma okkur aftur inn í leikinn og koma boltanum upp og í hættusvæðin og við sköpuðum okkur alveg nógu mörg færi til þess að koma til baka í leiknum og ég er bara mjög ánægður með mína menn hvernig þeir spiluðu leikinn einum færri."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner