Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   lau 25. maí 2024 20:34
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Jón Þór Hauksson var svekktur eftir leik.
Jón Þór Hauksson var svekktur eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það var náttúrulega ofboðslega erfiður fyrri hálfleikur á móti stífum vindi og það sem við ætluðum okkur að gera fyrir leikinn það kannsi fauk út um gluggan." voru fyrstu viðbrögð Jón Þórs Haukssonar þjálfara ÍA eftir 0-1 tap gegn Víkingi Reykjavík á Norðurálsvellinum í dag en Jón Þór var virkilega svekktur eftir leik.


Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.

Sigurmark Víkings kom í byrjun síðari hálfleiks eftir vægast sagt umdeildan dóm þegar Daniel Dejan Djuric fór niður í teig ÍA eftir samskipti sín við Marko Vardic sem fékk að líta beint rautt spjald í kjölfarið.

„Þetta er bara alltof dýrt í svona leik eins og ég segi, það er nógu erfitt að spila á móti Víkingunum 11 á móti 11 en 10 á móti 11 er alltaf erfitt og þeir þurfa engar gjafir eins og þessa. Þetta er bara gefins vítaspyrna eins og ég sé þetta, það fer enginn svona niður við eitthvað peysutog. Hann bara hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn og það fellur enginn þannig þegar einhver togar í treyjuna þína eða ýtir eitthvað aðeins við öxlina þína og það segir sig bara sjálf og Erlendur er alltof reyndur til þess að falla í þessa gryfju eins og ég sé þetta."

„Við gerðum það sem við gátum til að koma okkur aftur inn í leikinn og koma boltanum upp og í hættusvæðin og við sköpuðum okkur alveg nógu mörg færi til þess að koma til baka í leiknum og ég er bara mjög ánægður með mína menn hvernig þeir spiluðu leikinn einum færri."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner