„Tilfinningin er mjög góð. Þetta voru mjög mikilvæg stig til að rífa okkur upp frá 3. sætinu og við erum að gera okkur afgerandi í baráttunni um að komast upp,“ sagði Þórdís Edda Hjartardóttir, markvörður Fylkis, eftir 2-1 sigur á Þrótti.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 2 Fylkir
Sigurinn kemur liðinu í góða stöðu en bæði Fylkir og Keflavík hafa nú gott forskot á næstu lið. Sér Þórdís einhver lið geta ógnað efstu tveimur?
„Nei, eiginlega ekki. Ég sé ekki að við getum misst stig nema kannski á móti Keflavík. Það verður stórleikurinn, leikurinn sem við þurfum að einbeita okkur að. Svo eigum við eftir að mæta ÍA sem eru sterkar en ég held að við eigum eftir að halda áfram að raka inn stigum.“
Fylkir stóð sig vel í Mjólkurbikarnum og komst þar alla leið í undanúrslit en þurfti svo að kveðja þá keppni eftir hrikalegan skell gegn Stjörnunni síðastliðinn laugardag.
„Ég held að leikurinn á laugardaginn hafi verið reality check fyrir okkur. Ef við viljum spila í Pepsi á næsta ári þá verðum við að fara á næsta level í vetur. En svo var þetta klárlega versti leikurinn okkar í sumar og besti leikurinn hjá Stjörnunni,“ sagði Þórdís Edda meðal annars en nánar er rætt við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























