lau 25. júlí 2020 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Lukaku og Sanchez tryggðu sigur
Mynd: Getty Images
Juve er búið að kaupa Kulusevski.
Juve er búið að kaupa Kulusevski.
Mynd: Getty Images
Inter er búið að endurheimta annað sæti ítölsku deildarinnar eftir 0-3 sigur á útivelli gegn Genoa.

Romelu Lukaku og Alexis Sanchez, sem voru samherjar hjá Manchester United á síðustu leiktíð, skoruðu mörkin.

Lukaku skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Cristiano Biraghi og tvöfaldaði Alexis forystuna á lokakaflanum eftir fyrirgjöf frá Victor Moses. Lukaku gerði svo út um leikinn með laglegu mark eftir skyndisókn í uppbótartíma. Hann tók langan sprett með boltann við fæturnar og tók skæri framhjá varnarmanni áður en hann kláraði.

Inter er svo gott sem búið að missa af Ítalíumeistaratitlinum þrátt fyrir sigurinn. Juventus er með fjögurra stiga forystu á toppinum með leik til góða.

Genoa er áfram í fallbaráttu, fjórum stigum fyrir ofan Lecce sem á leik til góða.

Genoa 0 - 3 Inter
0-1 Romelu Lukaku ('34)
0-2 Alexis Sanchez ('83)
0-3 Romelu Lukaku ('93)

Birkir Bjarnason var þá ekki í leikmannahópi Brescia gegn Parma í dag. Brescia er fallið úr deildinni og siglir Parma lygnan sjó um miðja deild, því voru liðin aðeins að spila uppá stoltið.

Úr varð afar fjörugur og skemmtilegur leikur þar sem bæði lið fengu mikið af færum.

Sænska ungstirnið Dejan Kulusevski gerði gæfumuninn þar sem hann lagði upp fyrsta mark Parma og skoraði sigurmarkið undir lokin.

Sigurmarkið var afar laglegt, Kulusevski skrúfaði knöttinn upp í fjærhornið þar sem hann skall í tréverkinu á leið sinni í netið.

Brescia 1 - 2 Parma
0-1 Matteo Darmian ('59)
1-1 Daniele Dessena ('62)
1-2 Dejan Kulusevski ('81)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner