Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 25. júlí 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Keflavík fær framherja frá Englandi (Staðfest)
Keflavík er búið að næla sér í framherja frá Englandi
Keflavík er búið að næla sér í framherja frá Englandi
Mynd: Hrefna Morthens
Erin Amy Longsden er gengin til liðs við Keflavík frá Curzon Ashton á Englandi.

Erin er fædd árið 1998 og spilar stöðu sóknarmanns en hún er fædd og uppalin í Manchester á Englandi.

Hún hefur áður spilað fyrir Missisippi Gulf Community-skólann í Bandaríkjunum þar sem hún raðaði inn mörkunum áður en hún hélt aftur til Englands.

Erin var síðast á mála hjá Curzon Ashton í ensku D-deildinni en er nú mætt til Keflavíkur.

Keflavík situr í 7. sæti Bestu deildarinnar með 10 stig en næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki þann 4. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner