Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   þri 25. ágúst 2020 19:50
Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveins: Óþarfa dónaskapur í þjóðkjörnum fulltrúa
Jón Sveinsson þjálfari Fram.
Jón Sveinsson þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög svekkjandi. Þetta var hörkuleikur tveggja mjög góðra liða og því miður skoraði ÍBV meira en við í dag og það dugir þeim til að fara áfram og við erum úr leik," sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram eftir 1 - 2 tap gegn ÍBV í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 Fram

„Mér fannst við betri á löngum köflum en það snýst ekki um það. Þetta snýst um fjölda skoraðra marka og þeir skoruðu einu meira en við í dag og þess vegna fara þeir í undanúrslit í þessari keppni sem er flott hjá þeim og ég óska þeim til hamingju með það."

Jón var mjög ósáttur eftir leikinn og kvartaði í starfsmanni ÍBV undan Páli Magnússyni stuðningsmanni ÍBV sem var einn þeirra 10 sem fengu að vera í stúkunni fyrir hönd heimamanna.

„Mér fannst óþarfa dónaskapur í sumum mönnum í stúkunni og ég tala nú ekki um þjóðkjörinn fulltrúa okkar á þingi, ég var ósáttur við hvernig hann hagaði sér og hafði viðlíka orðbragð. Páll Magnússon var mjög dónalegur. Auðvitað geta menn sagt það sem þeir vilja fyrir utan völlinn en menn þurfa að passa orðbragðið og sýna smá kurteisi."

Nánar er rætt við Jón í sjónvarpinu hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars liðsstyrk sem hann hefur fengið undanfarið.
Athugasemdir
banner