Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   þri 25. ágúst 2020 19:50
Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveins: Óþarfa dónaskapur í þjóðkjörnum fulltrúa
Jón Sveinsson þjálfari Fram.
Jón Sveinsson þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög svekkjandi. Þetta var hörkuleikur tveggja mjög góðra liða og því miður skoraði ÍBV meira en við í dag og það dugir þeim til að fara áfram og við erum úr leik," sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram eftir 1 - 2 tap gegn ÍBV í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 Fram

„Mér fannst við betri á löngum köflum en það snýst ekki um það. Þetta snýst um fjölda skoraðra marka og þeir skoruðu einu meira en við í dag og þess vegna fara þeir í undanúrslit í þessari keppni sem er flott hjá þeim og ég óska þeim til hamingju með það."

Jón var mjög ósáttur eftir leikinn og kvartaði í starfsmanni ÍBV undan Páli Magnússyni stuðningsmanni ÍBV sem var einn þeirra 10 sem fengu að vera í stúkunni fyrir hönd heimamanna.

„Mér fannst óþarfa dónaskapur í sumum mönnum í stúkunni og ég tala nú ekki um þjóðkjörinn fulltrúa okkar á þingi, ég var ósáttur við hvernig hann hagaði sér og hafði viðlíka orðbragð. Páll Magnússon var mjög dónalegur. Auðvitað geta menn sagt það sem þeir vilja fyrir utan völlinn en menn þurfa að passa orðbragðið og sýna smá kurteisi."

Nánar er rætt við Jón í sjónvarpinu hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars liðsstyrk sem hann hefur fengið undanfarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner