Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 25. ágúst 2024 18:45
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Álfhildur Rósa: Við hættum ekki að hafa trú á verkefninu
Kvenaboltinn
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég held ég sé í smá spennufalli, þetta var mjög mikill tilfinningarússíbani. Að fá mark þarna alveg í blálokin gerir þetta ennþá sætara einhvernveginn, bara ótrúlega sátt“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, eftir 1-2 sigur á Stjörnunni í dag. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Þróttur R.

„Auðvitað alveg stressandi þegar markið er ekki að koma en mér fannst við hafa yfirhöndina og mér fannst allar í liðinu hafa trú og við vorum ekki að gefast upp þannig já, ég hafði alveg trú á því að markið kæmi“ segir hún svo aðspurð hvernig tilfinningin hafi verið inná vellinum. 

Sumarið byrjaði erfiðlega í Laugardalnum en liðið sat lengi í fallsæti og stigasöfnun dræm en hafði liðið alltaf trú á verkefninu?

„Já að sjálfsögðu, Þetta var strembið í byrjun en það sem að hjálpaði okkur að komast hingað var að við hættum ekki að hafa trú á verkefninu og það var auðvitað alltaf að vera í efri hlutanum og það var það ennþá fyrir þennan leik og við ætluðum bara að gera það.“

Viðtalið við Álfhildi Rósu má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner