Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   sun 25. ágúst 2024 19:05
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Jóhannes Karl: Við setjum þá kröfu á okkur sem lið að eiga alltaf okkar besta leik
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar
Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

„Bara svekkelsi, heilt yfir hefðum við viljað gera betur. Mér fannst hlutir í spilamennskunni sem voru ekki upp á tíu í dag og við setjum þá kröfu á okkur sem lið að eiga alltaf okkar besta leik og stíga skref fram á við og mér fannst vanta aðeins upp á það í dag“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-2 tap gegn Þrótti í dag. 


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Þróttur R.

Leikurinn var úrslitaleikur um það hvort liðið myndi klára mótið fyrir tvískiptingu í efri hluta deildarinnar en Stjörnunni dugði jafntefli. Staðan var 1-1 í hálfleik og var það alveg fram á fyrstu mínútu í uppbótartíma þegar Þróttarar skoruðu sigurmarkið. Aðspurður hvort hann hafi talið sitt lið vera að verja stigið of mikið segir hann:

„Það er náttúrulega alltaf einhversstaðar í huganum að eitt stig hefði dugað en mér fannst það svona, já það má kannski orða það þannig. Mér finnst við fara of fljótt í einhverja langa bolta í staðinn fyrir að halda boltanum innan liðsins og kannski verja þetta eina stig í staðinn fyrir að sækja þrjú.“

Stjarnan endar í neðri hlutanum eftir úrslit dagsins og þurfa þar að spila við þrjú lið sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni en fyrir Stjörnuna eru þessir leikir í rauninni hálf tilgangslausir hvernig fer liðið inn á þessa leiki?

„Þetta eru bara þrír leikir þar sem við förum í til þess að vinna en að sjálfsögðu bíður þetta okkur upp á að geta kannski gefið fleiri leikmönnum tækifæri og það eru ungir leikmenn og hungraðir á bekknum og verður bara áhugavert að sjá hvernig þær nýta þær mínútur sem þær fá í þessum leikjum líka.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner