Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   sun 25. ágúst 2024 18:10
Kjartan Leifur Sigurðsson
John Andrews: Við áttum skítlélegan leik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er asnalegt að segja það en ég er ótrúlega stoltur í dag. Þetta er 18 leikja tímabil og við áttum slæman dag í dag og þeir hafa verið fáir þetta tímabilið. Segir John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 4-0 tap gegn Blikum í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Hafdís Bára Höskuldsdóttir lék sinn seinasta leik í dag fyrir Víkinga þetta tímabilið en hún er á leið til Svíþjóðar í Kíropraktornám.

„Ég vil þakka Hafdísi kærlega fyrir. Við söknum hennar og elskum hana. Hún hefur verið frábær fyrir okkur og ég er að glíma við blendnar tilfinnningar.

Víkingar voru aðeins 1-0 undir í hálfleiknum en leikur fór frá þeim snemma í seinni hálfleik þegar Blika skoruðu tvívegis með stuttu millibili.

„Þær skoruðu bara tvö snemmbúin mörk. Þær voru með plan sem við náðum ekki að bregðast við. Mögulega vorum við ekki tilbúnar eftir hálfleikinn. Við höfum átt fleiri góða en slæma daga en í dag var dagurinn slakur í dag. Við þurfum að takmarka slíka daga og höfum náð því. Það má ekki gleymast að við erum nýliðar, við erum orðnar alvöru Bestu deildar klúbbur núna.

„Ég vil þakka stelpunum fyrir 18 leikja tímabilið en einnig vil ég óska Blikum til hamingju, þetta var besti leikur sem ég hef séð þær spila. Við áttum skítlélegan leik og þær mjög góðan við fengum bara það sem við áttum skilið

Víkingar munu ekki þurfa að bíða lengi eftir því að reyna hefna sín en næsti leikur er aftur gegn Blikum.

„Þau einu skref sem við eigum eftir að taka er að vinna Blika og Val á útivelli. Við þurfum að læra og höfum lært á hverju ári, leikmennirnir verða sífellt betri og verða vonandi tilbúnir í næstu viku."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner