Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 25. ágúst 2024 18:10
Kjartan Leifur Sigurðsson
John Andrews: Við áttum skítlélegan leik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er asnalegt að segja það en ég er ótrúlega stoltur í dag. Þetta er 18 leikja tímabil og við áttum slæman dag í dag og þeir hafa verið fáir þetta tímabilið. Segir John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 4-0 tap gegn Blikum í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Hafdís Bára Höskuldsdóttir lék sinn seinasta leik í dag fyrir Víkinga þetta tímabilið en hún er á leið til Svíþjóðar í Kíropraktornám.

„Ég vil þakka Hafdísi kærlega fyrir. Við söknum hennar og elskum hana. Hún hefur verið frábær fyrir okkur og ég er að glíma við blendnar tilfinnningar.

Víkingar voru aðeins 1-0 undir í hálfleiknum en leikur fór frá þeim snemma í seinni hálfleik þegar Blika skoruðu tvívegis með stuttu millibili.

„Þær skoruðu bara tvö snemmbúin mörk. Þær voru með plan sem við náðum ekki að bregðast við. Mögulega vorum við ekki tilbúnar eftir hálfleikinn. Við höfum átt fleiri góða en slæma daga en í dag var dagurinn slakur í dag. Við þurfum að takmarka slíka daga og höfum náð því. Það má ekki gleymast að við erum nýliðar, við erum orðnar alvöru Bestu deildar klúbbur núna.

„Ég vil þakka stelpunum fyrir 18 leikja tímabilið en einnig vil ég óska Blikum til hamingju, þetta var besti leikur sem ég hef séð þær spila. Við áttum skítlélegan leik og þær mjög góðan við fengum bara það sem við áttum skilið

Víkingar munu ekki þurfa að bíða lengi eftir því að reyna hefna sín en næsti leikur er aftur gegn Blikum.

„Þau einu skref sem við eigum eftir að taka er að vinna Blika og Val á útivelli. Við þurfum að læra og höfum lært á hverju ári, leikmennirnir verða sífellt betri og verða vonandi tilbúnir í næstu viku."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.

Athugasemdir
banner