Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   sun 25. ágúst 2024 21:23
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Misstum tök á því sem við vorum að gera vel
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var að vonum svekktur eftir 2-1 tap ÍA gegn Breiðablik á Akranesi fyrr í dag. Skagamenn sem komust yfir í leiknum þurftu að horfa á eftir þremur stigum í Kópavoginn í þetta skiptið þrátt fyrir að hafa komist yfir í leiknum. Til að bæta gráu ofan á svart kom sigurmarkið úr vítspyrnu er langt var liðið á uppbótartíma leiksins. Jón Þór var til viðtals við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Breiðablik

„Hrikalega svekkjandi að fá ekkert út úr þessum leik. Mér fannst ekkert vera á milli þessara liða í dag. Mér fannst við með góð tök á leiknum og spila í 70 mínútur virkilega vel. Við hefðum getað skorað nokkrum sinnum í upphafi leiks og gerum svo hrikalega vel að komast yfir. Eftir það fannst mér við missa öll tök á því sem við vorum búnir að vera að gera vel og Blikarnir nýttu sér það frábærlega.“

Jón Þór gerði tvöfalda breytingu á liði sínu eftir um 70 mínútur voru búnar. Hinrik Harðarson og Ingi Þór Sigurðsson fóru þá af velli fyrir Steinar Þorsteinsson og Rúnar Má Sigurjónsson. Leikur liðsins virtist riðlast nokkuð við skiptinguna og féll liðið ansi aftarlega á völlinn. Voru menn að reyna verja forskotið um of?

„Ósjálfrátt gerðist það en mér fannst við bara missa tök á því sem við vorum að gera. Hvernig við ætluðum að verjast þeim og hvernig við vorum búnir að verjast þeim allan þennan tíma. Við fórum að gefa eftir stór svæði bæði á vængjunum og í millisvæðinu og þeir dældu boltunum inn frá þeim svæðum. Síðan gerum við okkur seka um slæm mistök í teignum og erum ekki að verja hann nægjanlega vel heldur og Blikarnir eru bara nægjanlega góðir til þess að nýta sér það.“

Sigurmark Blika kom eins og áður segir úr vítaspyrnu. Um dóminn sagði Jón Þór.

„Rosalega erfitt að tjá sig um þetta svona strax eftir leik hafandi ekki séð þetta í sjónvarpi. En frá því sem ég stóð þá var þetta klárlega vítaspyrna. “

Sagði Jón Þór en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner