Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   sun 25. ágúst 2024 21:23
Sverrir Örn Einarsson
Jón Þór: Misstum tök á því sem við vorum að gera vel
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var að vonum svekktur eftir 2-1 tap ÍA gegn Breiðablik á Akranesi fyrr í dag. Skagamenn sem komust yfir í leiknum þurftu að horfa á eftir þremur stigum í Kópavoginn í þetta skiptið þrátt fyrir að hafa komist yfir í leiknum. Til að bæta gráu ofan á svart kom sigurmarkið úr vítspyrnu er langt var liðið á uppbótartíma leiksins. Jón Þór var til viðtals við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Breiðablik

„Hrikalega svekkjandi að fá ekkert út úr þessum leik. Mér fannst ekkert vera á milli þessara liða í dag. Mér fannst við með góð tök á leiknum og spila í 70 mínútur virkilega vel. Við hefðum getað skorað nokkrum sinnum í upphafi leiks og gerum svo hrikalega vel að komast yfir. Eftir það fannst mér við missa öll tök á því sem við vorum búnir að vera að gera vel og Blikarnir nýttu sér það frábærlega.“

Jón Þór gerði tvöfalda breytingu á liði sínu eftir um 70 mínútur voru búnar. Hinrik Harðarson og Ingi Þór Sigurðsson fóru þá af velli fyrir Steinar Þorsteinsson og Rúnar Má Sigurjónsson. Leikur liðsins virtist riðlast nokkuð við skiptinguna og féll liðið ansi aftarlega á völlinn. Voru menn að reyna verja forskotið um of?

„Ósjálfrátt gerðist það en mér fannst við bara missa tök á því sem við vorum að gera. Hvernig við ætluðum að verjast þeim og hvernig við vorum búnir að verjast þeim allan þennan tíma. Við fórum að gefa eftir stór svæði bæði á vængjunum og í millisvæðinu og þeir dældu boltunum inn frá þeim svæðum. Síðan gerum við okkur seka um slæm mistök í teignum og erum ekki að verja hann nægjanlega vel heldur og Blikarnir eru bara nægjanlega góðir til þess að nýta sér það.“

Sigurmark Blika kom eins og áður segir úr vítaspyrnu. Um dóminn sagði Jón Þór.

„Rosalega erfitt að tjá sig um þetta svona strax eftir leik hafandi ekki séð þetta í sjónvarpi. En frá því sem ég stóð þá var þetta klárlega vítaspyrna. “

Sagði Jón Þór en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner