Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   sun 25. ágúst 2024 17:48
Kjartan Leifur Sigurðsson
Nik: Þetta var rugbýtækling og á að vera rautt spjald
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var flott frammistaða og allir skiluðu sínu á báðum endum. Við vorum mjög góðar enn og aftur og ég er mjög ánægður." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-0 sigur gegn Víkingi í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Víkingur R.

Blikar voru með yfirhöndina allan leikinn en drápu leikinn í seinni hálfleik með tveimur mörkum snemma í seinni hálfleiknum.

„Ég sagði stelpunum að halda áfram að gera það sama í hálfleikshléinu. Við hefðum getað verið með stærri forystu í hálfleik. Við þurftum bara að halda haus og koma inn í seinni hálfleik með sama hugarfar og nýta færin betur."

Nik Chamberlain sagði eftir seinasta leik, sem var gegn Þrótti, að frammistaðan hafi verið sú besta á tímabilinu. Frammistaðan í dag var engu síðri.

„Þetta var öðruvísi frammistaða í dag. í dag var þetta meiri alhliða frammistaða, líklega var hún því betri í dag. Við getum ekki beðið um meira."

Agla María Albertsdóttir er hægt og rólega að koma til baka eftir erfið meiðsli sem hún varð fyrir fyrr á tímabilinu.

„Hún þarf leikæfingu. Hún mun fá mínútur og á endanum mun hún geta spilað 90 mínútur."

Birta Georgsdóttir fór meidd útaf en meiðslin litu ekki mjög vel út.

„Birta er meidd út tímabilið geri ég ráð fyrir sem er óheppilegt, að er erfitt að koma til baka úr svona hnémeiðslum á svona stuttum tíma. Þetta gerðist þegar það var brotið á henni í vítinu. Þetta var rugbytækling. Mér fannst þetta eiga að vera rautt spjald. Ég skil ekki hvernig þetta er ekki rautt spjald, það var enginn tilraun til þess að vinna boltann."

Athugasemdir