Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   lau 25. september 2021 17:22
Þorgeir Leó Gunnarsson
Kári Árna: Það stærsta á mínum ferli
Skórnir á hilluna eftir tímabilið
Kári Árnason leikmaður Víkings R fagnar í dag.
Kári Árnason leikmaður Víkings R fagnar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason leikmaður Víkings R. var himinlifandi eftir leikinn gegn Leikni í Pepsi Max deildinni í dag. Víkingur vann sannfærandi 2-0 sigur og enda því tímabilið sem Íslandsmeistarar eftir mikla baráttu við Breiðablik á toppnum.

Hvernig er tilfinningin að verða Íslandsmeistari með sínum uppeldisklúbb?

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

„Hún er bara ólýsanleg. Þetta er það stærsta sem ég hef gert á mínum ferli. Þó ég hafi unnið sænska meistaratitilinn og komist í Meistaradeildina og unnið mig upp um deildir á Englandi þá er þetta það sem stendur manni næst, mitt félag," sagði Kári.

„Auðvitað var þetta langsótt þegar maður kom heim. Maður vildi og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að færa Víking á þetta level og það kom aldrei neitt annað til greina. Víkingur var scraping the bottom of the barrel. Ég kom heim og var ekkert að pæla í neinum titlum. Ég ætlaði bara að koma heim og reyna að láta gott af mér leiða. Svo bara sé ég hvað Arnar er magnaður þjálfari og hvað þessir strákar eru magnaðir leikmenn. Þó við séum ekki margir og budget-ið ekki það hæsta þá er þetta bara magnaðir strákar og gaman að hafa fengið að kynnast þeim, spila við hliðin á þeim og reynt að hjálpa þeim að verða betri fótboltamenn. Í þeirri stöðu sem ég er í á næsta ári þá reyni ég að selja þá alla til AC Milan. Það verður fyrsta símtal," sagði Kári sem er nýtekinn við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking.

Skórnir hans Kára eru þó ekki alveg farnir upp í hillu því framundan er leikur í 4-liða úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Vestri næstu helgi. Kári getur endað ferilinn sem tvöfaldur meistari með sínum uppeldisklúbb. Er hægt að hugsa sér betri endi? „Nei bara alls ekki. Við Sölvi vorum einmitt að tala um það að leggja skónna á hilluna og ver tvöfaldir meistarar væri náttúrulega bara lyginni líkast. Fólk að spyrja mig hvort ég ætli að halda áfram en ef við klárum það þá væri það náttúrulega glórulaust" Sagði Kári að lokum.

Nánar er rætt við Kára í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner