Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 25. september 2021 17:22
Þorgeir Leó Gunnarsson
Kári Árna: Það stærsta á mínum ferli
Skórnir á hilluna eftir tímabilið
Kári Árnason leikmaður Víkings R fagnar í dag.
Kári Árnason leikmaður Víkings R fagnar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason leikmaður Víkings R. var himinlifandi eftir leikinn gegn Leikni í Pepsi Max deildinni í dag. Víkingur vann sannfærandi 2-0 sigur og enda því tímabilið sem Íslandsmeistarar eftir mikla baráttu við Breiðablik á toppnum.

Hvernig er tilfinningin að verða Íslandsmeistari með sínum uppeldisklúbb?

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

„Hún er bara ólýsanleg. Þetta er það stærsta sem ég hef gert á mínum ferli. Þó ég hafi unnið sænska meistaratitilinn og komist í Meistaradeildina og unnið mig upp um deildir á Englandi þá er þetta það sem stendur manni næst, mitt félag," sagði Kári.

„Auðvitað var þetta langsótt þegar maður kom heim. Maður vildi og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að færa Víking á þetta level og það kom aldrei neitt annað til greina. Víkingur var scraping the bottom of the barrel. Ég kom heim og var ekkert að pæla í neinum titlum. Ég ætlaði bara að koma heim og reyna að láta gott af mér leiða. Svo bara sé ég hvað Arnar er magnaður þjálfari og hvað þessir strákar eru magnaðir leikmenn. Þó við séum ekki margir og budget-ið ekki það hæsta þá er þetta bara magnaðir strákar og gaman að hafa fengið að kynnast þeim, spila við hliðin á þeim og reynt að hjálpa þeim að verða betri fótboltamenn. Í þeirri stöðu sem ég er í á næsta ári þá reyni ég að selja þá alla til AC Milan. Það verður fyrsta símtal," sagði Kári sem er nýtekinn við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking.

Skórnir hans Kára eru þó ekki alveg farnir upp í hillu því framundan er leikur í 4-liða úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Vestri næstu helgi. Kári getur endað ferilinn sem tvöfaldur meistari með sínum uppeldisklúbb. Er hægt að hugsa sér betri endi? „Nei bara alls ekki. Við Sölvi vorum einmitt að tala um það að leggja skónna á hilluna og ver tvöfaldir meistarar væri náttúrulega bara lyginni líkast. Fólk að spyrja mig hvort ég ætli að halda áfram en ef við klárum það þá væri það náttúrulega glórulaust" Sagði Kári að lokum.

Nánar er rætt við Kára í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner