Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   lau 25. september 2021 17:22
Þorgeir Leó Gunnarsson
Kári Árna: Það stærsta á mínum ferli
Skórnir á hilluna eftir tímabilið
Kári Árnason leikmaður Víkings R fagnar í dag.
Kári Árnason leikmaður Víkings R fagnar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason leikmaður Víkings R. var himinlifandi eftir leikinn gegn Leikni í Pepsi Max deildinni í dag. Víkingur vann sannfærandi 2-0 sigur og enda því tímabilið sem Íslandsmeistarar eftir mikla baráttu við Breiðablik á toppnum.

Hvernig er tilfinningin að verða Íslandsmeistari með sínum uppeldisklúbb?

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

„Hún er bara ólýsanleg. Þetta er það stærsta sem ég hef gert á mínum ferli. Þó ég hafi unnið sænska meistaratitilinn og komist í Meistaradeildina og unnið mig upp um deildir á Englandi þá er þetta það sem stendur manni næst, mitt félag," sagði Kári.

„Auðvitað var þetta langsótt þegar maður kom heim. Maður vildi og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að færa Víking á þetta level og það kom aldrei neitt annað til greina. Víkingur var scraping the bottom of the barrel. Ég kom heim og var ekkert að pæla í neinum titlum. Ég ætlaði bara að koma heim og reyna að láta gott af mér leiða. Svo bara sé ég hvað Arnar er magnaður þjálfari og hvað þessir strákar eru magnaðir leikmenn. Þó við séum ekki margir og budget-ið ekki það hæsta þá er þetta bara magnaðir strákar og gaman að hafa fengið að kynnast þeim, spila við hliðin á þeim og reynt að hjálpa þeim að verða betri fótboltamenn. Í þeirri stöðu sem ég er í á næsta ári þá reyni ég að selja þá alla til AC Milan. Það verður fyrsta símtal," sagði Kári sem er nýtekinn við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Víking.

Skórnir hans Kára eru þó ekki alveg farnir upp í hillu því framundan er leikur í 4-liða úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Vestri næstu helgi. Kári getur endað ferilinn sem tvöfaldur meistari með sínum uppeldisklúbb. Er hægt að hugsa sér betri endi? „Nei bara alls ekki. Við Sölvi vorum einmitt að tala um það að leggja skónna á hilluna og ver tvöfaldir meistarar væri náttúrulega bara lyginni líkast. Fólk að spyrja mig hvort ég ætli að halda áfram en ef við klárum það þá væri það náttúrulega glórulaust" Sagði Kári að lokum.

Nánar er rætt við Kára í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir