Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
banner
   mán 25. september 2023 16:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikið stolt sem fylgir nýju hlutverki - „Ég dýrka þetta félag"
watermark Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er mjög góð tilfinning. Það er mikið stolt sem fylgir því hlutverki fyrir mig," segir Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður íslenska landsliðsins, en hún er orðin fyrirliði norska liðsins Vålerenga.

Það var greint frá því í síðasta mánuði að Ingibjörg væri núna orðin fyrirliði Vålerenga.

Ingibjörg er 25 ára gömul og uppalin í Grindavík. Hún spilaði einnig með Breiðabliki hér á landi áður en hún fór til Djurgården í Svíþjóð árið 2018. Hún gekk svo í raðir Vålerenga 2020 og hefur verið í lykilhlutverki þar. Núna er hún tekin við fyrirliðabandinu.

„Ég dýrka þetta félag og elska alla sem eru í félaginu. Það er mikið stolt að fá þetta traust," segir Ingibjörg.

Hún er búin að vera lengi hjá Vålerenga. Hefur hún einhvern tímann hugsað um að yfirgefa félagið?

„Maður er alltaf að hugsa hvaða skref maður vill taka á ferlinum, hvort maður vilji fara í eitthvað stærra eða hvort ég vilji halda áfram í þessari uppbyggingu sem Vålerenga er í, sem er ótrúlega spennandi. Maður er alltaf að hugsa eitthvað. En ég hef ótrúlega mikla trú á þessu verkefni og við erum að gera mjög góða hluti. Við erum með marga góða unga og efnilega leikmenn. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim."

Sér hún það fyrir sér að vera lengi áfram hjá félaginu?

„Ég gæti alveg séð það fyrir mér. Það er gaman að fylgjast með þessum leikmönnum. Það er ótrúlega mikilvægt að hafa trú á því sem er í gangi hjá félaginu sem þú ert í. Ég hef gríðarlega mikla trú á Vålerenga en maður veit aldrei."

Ingibjörg verður í eldlínunni á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni.
Liðið þurfi að grafa djúpt - „Ég á bara góðar minningar frá 2017"
Athugasemdir
banner
banner
banner