Miðjumaðurinn efnilegi Warren Zaïre-Emery er fastamaður í byrjunarliði Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain undir stjórn Luis Enrique og lék hann allan leikinn í 4-0 sigri gegn erkifjendunum frá Marseille í gærkvöldi.
Zaire-Emery og félagar fögnuðu sigrinum dátt að leikslokum ásamt stórum hluta stuðningsmanna PSG sem hafa verið ósáttir með slæma byrjun á nýju tímabili.
Zaire-Emery tók gjallarhornið í fagnaðarlátunum og leiddi fögnuð leikmanna og stuðningsmanna sem sköpuðu skemmtilega stemningu eftir sigurinn.
PSG er í þriðja sæti eftir sigurinn, með ellefu stig eftir sex umferðir - tveimur stigum frá toppsætinu.
Sjáðu glæsimark Achraf Hakimi beint úr aukaspyrnu
Athugasemdir