Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 25. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Nikolaj Hansen: Svipuð tilfinning og 2021
Nikolaj Hansen.
Nikolaj Hansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er best," sagði Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, þegar hann ræddi við Fótbolta.net á fréttamannafundi fyrir úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í Bestu deildinni.

Leikurinn fer fram á sunnudag, síðasti leikurinn í Bestu deildinni. Fyrir leikinn eru Víkingar jafnmörg stig og Blikar en þeir eru með betri markatölu.

Bæði lið hafa verið að spila marga stóra leiki síðustu vikur. Víkingar mættu Cercle Brugge frá Belgíu í gær og unnu þann leik. Núna er svo komið að mjög stóru prófi; hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

„Maður er að æfa minna, sofa meira og fara í ísbað. Maður verður tilbúinn fyrir leikinn á sunnudag. Ég held að við verðum allir strákarnir tilbúnir," segir Nikolaj.

Það hefur myndast mikill rígur á milli Víkings og Breiðabliks síðustu árin og það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með því. Þessi rígur kórónast í þessum úrslitaleik.

„Þetta er gaman. Það eru allir geggjaðir og skemmtilegir leikir gegn Blikum. Ég held að leikurinn á sunnudag verði ótrúlega spennandi og góður leikur."

„Þetta hefur verið að byggjast upp smá og smá. Þetta eru tvö bestu liðin á Íslandi sem vilja bæði vinna bikar. Við erum með leik núna þar sem allt snýst um það hver er að fara að taka bikarinn."

Nikolaj segir tilfinninguna svipaða og fyrir þremur árum þegar Víkingar urðu Íslandsmeistarar eftir sigur gegn Leikni í lokaumferðinni. „Við verðum að fá okkar stuðningsmenn til að hjálpa okkur á vellinum. Þetta er sama tilfinning og gegn Leikni 2021 þar sem við urðum að vinna síðasta leikinn."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Nikolaj ræðir líka mikið um sigurinn gegn Cercle Brugge í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner