Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 25. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Nikolaj Hansen: Svipuð tilfinning og 2021
Nikolaj Hansen.
Nikolaj Hansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er best," sagði Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, þegar hann ræddi við Fótbolta.net á fréttamannafundi fyrir úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í Bestu deildinni.

Leikurinn fer fram á sunnudag, síðasti leikurinn í Bestu deildinni. Fyrir leikinn eru Víkingar jafnmörg stig og Blikar en þeir eru með betri markatölu.

Bæði lið hafa verið að spila marga stóra leiki síðustu vikur. Víkingar mættu Cercle Brugge frá Belgíu í gær og unnu þann leik. Núna er svo komið að mjög stóru prófi; hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

„Maður er að æfa minna, sofa meira og fara í ísbað. Maður verður tilbúinn fyrir leikinn á sunnudag. Ég held að við verðum allir strákarnir tilbúnir," segir Nikolaj.

Það hefur myndast mikill rígur á milli Víkings og Breiðabliks síðustu árin og það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með því. Þessi rígur kórónast í þessum úrslitaleik.

„Þetta er gaman. Það eru allir geggjaðir og skemmtilegir leikir gegn Blikum. Ég held að leikurinn á sunnudag verði ótrúlega spennandi og góður leikur."

„Þetta hefur verið að byggjast upp smá og smá. Þetta eru tvö bestu liðin á Íslandi sem vilja bæði vinna bikar. Við erum með leik núna þar sem allt snýst um það hver er að fara að taka bikarinn."

Nikolaj segir tilfinninguna svipaða og fyrir þremur árum þegar Víkingar urðu Íslandsmeistarar eftir sigur gegn Leikni í lokaumferðinni. „Við verðum að fá okkar stuðningsmenn til að hjálpa okkur á vellinum. Þetta er sama tilfinning og gegn Leikni 2021 þar sem við urðum að vinna síðasta leikinn."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Nikolaj ræðir líka mikið um sigurinn gegn Cercle Brugge í gær.
Athugasemdir
banner