Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   fös 25. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Nikolaj Hansen: Svipuð tilfinning og 2021
Nikolaj Hansen.
Nikolaj Hansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er best," sagði Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, þegar hann ræddi við Fótbolta.net á fréttamannafundi fyrir úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í Bestu deildinni.

Leikurinn fer fram á sunnudag, síðasti leikurinn í Bestu deildinni. Fyrir leikinn eru Víkingar jafnmörg stig og Blikar en þeir eru með betri markatölu.

Bæði lið hafa verið að spila marga stóra leiki síðustu vikur. Víkingar mættu Cercle Brugge frá Belgíu í gær og unnu þann leik. Núna er svo komið að mjög stóru prófi; hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

„Maður er að æfa minna, sofa meira og fara í ísbað. Maður verður tilbúinn fyrir leikinn á sunnudag. Ég held að við verðum allir strákarnir tilbúnir," segir Nikolaj.

Það hefur myndast mikill rígur á milli Víkings og Breiðabliks síðustu árin og það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með því. Þessi rígur kórónast í þessum úrslitaleik.

„Þetta er gaman. Það eru allir geggjaðir og skemmtilegir leikir gegn Blikum. Ég held að leikurinn á sunnudag verði ótrúlega spennandi og góður leikur."

„Þetta hefur verið að byggjast upp smá og smá. Þetta eru tvö bestu liðin á Íslandi sem vilja bæði vinna bikar. Við erum með leik núna þar sem allt snýst um það hver er að fara að taka bikarinn."

Nikolaj segir tilfinninguna svipaða og fyrir þremur árum þegar Víkingar urðu Íslandsmeistarar eftir sigur gegn Leikni í lokaumferðinni. „Við verðum að fá okkar stuðningsmenn til að hjálpa okkur á vellinum. Þetta er sama tilfinning og gegn Leikni 2021 þar sem við urðum að vinna síðasta leikinn."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Nikolaj ræðir líka mikið um sigurinn gegn Cercle Brugge í gær.
Athugasemdir
banner
banner