Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fös 25. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Nikolaj Hansen: Svipuð tilfinning og 2021
Nikolaj Hansen.
Nikolaj Hansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er best," sagði Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, þegar hann ræddi við Fótbolta.net á fréttamannafundi fyrir úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í Bestu deildinni.

Leikurinn fer fram á sunnudag, síðasti leikurinn í Bestu deildinni. Fyrir leikinn eru Víkingar jafnmörg stig og Blikar en þeir eru með betri markatölu.

Bæði lið hafa verið að spila marga stóra leiki síðustu vikur. Víkingar mættu Cercle Brugge frá Belgíu í gær og unnu þann leik. Núna er svo komið að mjög stóru prófi; hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

„Maður er að æfa minna, sofa meira og fara í ísbað. Maður verður tilbúinn fyrir leikinn á sunnudag. Ég held að við verðum allir strákarnir tilbúnir," segir Nikolaj.

Það hefur myndast mikill rígur á milli Víkings og Breiðabliks síðustu árin og það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með því. Þessi rígur kórónast í þessum úrslitaleik.

„Þetta er gaman. Það eru allir geggjaðir og skemmtilegir leikir gegn Blikum. Ég held að leikurinn á sunnudag verði ótrúlega spennandi og góður leikur."

„Þetta hefur verið að byggjast upp smá og smá. Þetta eru tvö bestu liðin á Íslandi sem vilja bæði vinna bikar. Við erum með leik núna þar sem allt snýst um það hver er að fara að taka bikarinn."

Nikolaj segir tilfinninguna svipaða og fyrir þremur árum þegar Víkingar urðu Íslandsmeistarar eftir sigur gegn Leikni í lokaumferðinni. „Við verðum að fá okkar stuðningsmenn til að hjálpa okkur á vellinum. Þetta er sama tilfinning og gegn Leikni 2021 þar sem við urðum að vinna síðasta leikinn."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem Nikolaj ræðir líka mikið um sigurinn gegn Cercle Brugge í gær.
Athugasemdir
banner
banner