Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
banner
   fim 25. nóvember 2021 14:00
Elvar Geir Magnússon
Getur Real Sociedad unnið La Liga?
Alexander Isak er 22 ára.
Alexander Isak er 22 ára.
Mynd: EPA
Real Sociedad hefur ekki orðið Spánarmeistari í 40 ár en farin er af stað umræða um hvort það gæti breyst á þessu tímabili. Á æfingasvæði félagsins er þó ekki rætt um titilmöguleika, ekki enn allavega.

Titilbaráttan er galopin í La Liga, Real Sociedad er í öðru sæti eftir fjórtán leiki og hefur ekki tapað síðan gegn Barcelona í fyrstu umferð. Þeir hafa daðrað við toppsætið en markalaust jafntefli gegn Valencia hleypti Real Madrid á toppinn.

Svíinn Alexander Isak leiðir sóknarlínu Real Sociedad og hann heldur sér á jörðinni.

„Ég lít ekki einu sinni á þetta sem titilbaráttu því það er svo mikið eftir. Baráttan um Spánarmeistaratitilinn hefst í ágúst. Fyrsta sætið hefur enga þýðingu í dag. Það eina sem gleður okkur í dag er að vinna leiki. Það er ekkert gaman að vera í fyrsta sæti ef þú endar ekki þar," segir Isak sem er kominn með fimm mörk á tímabilinu.

„Ég hef átt tvö mjög góð ár hérna, innan og utan vallar. Mér líður vel í borginni, í landinu og er mjög ánægður með að vera hérna."
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 13 10 1 2 36 15 +21 31
2 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
3 Villarreal 13 9 2 2 26 11 +15 29
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 13 5 6 2 20 14 +6 21
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
8 Athletic 13 5 2 6 12 17 -5 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Real Sociedad 13 4 4 5 17 18 -1 16
11 Celta 13 3 7 3 16 18 -2 16
12 Vallecano 13 4 4 5 12 14 -2 16
13 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
14 Alaves 13 4 3 6 11 12 -1 15
15 Valencia 13 3 4 6 12 21 -9 13
16 Mallorca 13 3 3 7 13 20 -7 12
17 Osasuna 13 3 2 8 10 16 -6 11
18 Girona 13 2 5 6 12 25 -13 11
19 Levante 13 2 3 8 16 24 -8 9
20 Oviedo 13 2 3 8 7 20 -13 9
Athugasemdir
banner