banner
   sun 26. janúar 2020 19:27
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Jafnt í baráttunni um Róm
Ciro Immobile leikur sér með boltann í leiknum gegn Roma
Ciro Immobile leikur sér með boltann í leiknum gegn Roma
Mynd: Getty Images
Roma 1 - 1 Lazio
1-0 Edin Dzeko ('26 )
1-1 Francesco Acerbi ('34 )

Roma og Lazio deildu stigunum á milli sín er liðin mættust í Seríu A í kvöld í nágrannaslag af bestu gerð.

Lazio hafði unnið síðustu ellefu leiki sína fyrir leikinn í kvöld en Roma tókst að stöðva sigurgöngu þeirra.

Edin Dzeko skoraði á 26. mínútu eftir mistök Thomas Strakosha í markinu. Dzeko var fyrstur að átta sig og skoraði örugglega áður en Francesco Acerbi jafnaði metin átta mínútum síðar.

Pau Lopez, markvörður Roma, gerði þá ævintýraleg mistök eftir hornspyrnu og nýtti Acerbi sér það með því að pota boltanum í netið af stuttu færi.

Roma fékk dæmda vítaspyrnu á 51. mínútu leiksins er Justin Kluivert féll í teignum en eftir að VAR skoðaði atvikið þá var ákveðið að draga dóminn til baka.

Lokatölur 1-1 í Róm og ellefu leikja sigurhrina Lazio á enda. Lazio er í 3. sæti með 46 stig en Roma með 39 stig í 4. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner