Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   sun 26. janúar 2020 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Neymar tileinkaði Kobe mark sitt gegn Lille
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar er búinn að skora tvö mörk gegn Lille í frönsku deildinni en hann tileinkaði Kobe Bryant síðara markið eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni.

Bandaríska körfuboltagoðsögnin Kobe Bryant lést í þyrluslysi í morgun en bandarískir fjölmiðlar staðfesta þetta í kvöld. Gianna, dóttir Kobe, er einnig sögð hafa verið meðal farþega.

Kobe var einn besti körfuboltamaður allra tíma en hann vann titilinn fimm sinnum með Los Angeles Lakers og er fjórði stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi.

Hann heimsótti leikmenn PSG á æfingasvæði félagsins árið 2017 og fór vel á með honum og Neymar. Sá brasilíski tileinkaði Kobe annað markið í kvöld.

Neymar frétti í hálfleik af andláti Kobe en hægt er að sjá fagn hans hér fyrir neðan. Kobe Bryant var núm er 24 hjá Lakers og vísar Neymar í það í fagninu.


Athugasemdir
banner
banner
banner