Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. janúar 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Morris: Gærdagurinn erfiður að öllu leyti
Frank Lampard og Jody Morris.
Frank Lampard og Jody Morris.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard var rekinn úr stjórastól Chelsea í gær en aðstoðarmaður hans, Jody Morris, fór sömu leið.

Morris er líka í miklum metum hjá Chelsea en hann kom upp úr unglingastarfinu og hefur myndað náin tengsl við marga hjá félaginu.

Eftir brottreksturinn tók Morris upp pennann og kvaddi á Instagram. Hann segir að erfitt sé að kveðja félagið í annað sinn.

„Gærdagurinn var erfiður að öllu leyti. Mér hefur alltaf fundist ég heppinn að segjast hafa spilað fyrir liðið sem ég hef stutt síðan ég var ungur drengur. Ég er líka ákaflega stoltur að geta sagst hafa staðið við hlið Frank Lampard sem hefur unnið sleitulaust til að bæta leikmenn og félagið. Það er ekki hægt að biðja um betri leiðtoga," segir Morris.

„Það hefur aldrei verið teymi við stjórnvölinn hjá félaginu sem þykir eins vænt um það. Ég vil þakka stuðningsmönnum fyrir stuðninginn sem ég hef fengið persónulega, ég er einn af ykkur. Chelsea verður alltaf mitt félag sama hvað gengur á."

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, fær einnig þakkir í kveðju Morris.


Athugasemdir
banner
banner
banner