Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   fim 26. janúar 2023 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Darren Randolph til Bournemouth (Staðfest)
Bournemouth hefur staðfest að Darren Randolph sé genginn í raðir félagsins. Markvörðurinn skrifar undir eins og hálfs árs samning við félagið.

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað og ég er klár í að byrja vinnuna strax. Ég þekki þrjá stráka hérna og það hjálpar. Þeir sögðu mér góða hluti um félagið og svæðið eins og aðrir hafa svo sem sagt við mig áður. Það hjálpaði við að taka ákvörðun."

Randolph mun berjast við þá Mark Travers og Neto um markvarðarstöðuna.

„Ég hef þurft að berjast um sæti við aðra markverði hjá flestum félögum sem ég hef verið hjá. Þannig virkar þetta venjulega. Markmiðið er að við sem hópur bætum hvorn annan og niðurstaðan verði sú að sá sem stendur í markinu verði betri," sagði Randolph.

Hann er 35 ára Íri og kemur frá West Ham, kaupverðið er óuppgefið. Áður hafði hann verið hjá Middlesbrough, Birmingham, Motherwell og Charlton.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner
banner