Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fös 26. janúar 2024 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thomas Frank: Unnum mikla samkeppni um Hákon
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Brentford
„Ég er gríðarlega ánægður að okkur hafi tekist að kaupa Hákon," segir Thomas Frank, stjóri Brentford.

Brentford var að kynna kaupin á Hákoni. Landsliðsmarkvörðurinn hefur skrifað undir samning við enska félagið Brentford sem gildir fram á sumarið 2028.

Hann er keyptur frá sænska félaginu Elfsborg og er dýrasti markvörður í sögu sænsku úrvalsdeildarinnar.

„Það var samkeppni frá mörgum öðrum félögum, þar á meðal frá félögum í ensku úrvalsdeildinni. Við erum að vaxa sem félag og við höfum sannað að við getum hjálpað leikmönnum að verða betri," segir Frank.

„Hákon er mjög spennandi markvörður. Hann er dómínerandi í boxinu, er góður í að taka fyrirgjafir og hann er frábær í opnum leik. Hann er frábær á boltanum og passar vel inn í það hvernig við viljum spila. Hákon mun styrkja markvarðarsveit okkar."
Athugasemdir
banner