Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 26. febrúar 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Guardiola er aðdáandi Declan Rice
Þetta er kannski ekki fréttin sem stuðningsmenn Manchester City vildu lesa.

Manchester City og West Ham mætast á morgun í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni.

Guardiola tjáði sig um mótherjana á fréttamannafundi í dag og minntist sérstaklega á miðjumanninn Rice.

„Eftir alla þessa leiki eru þeir í Meistaradeildarsæti. Það er engin tilviljun á bak við það eða vegna þess að þeir hafa verið á góðu skriði í einn mánuð," segir Guardiola.

„Þeir eru með frábæra leikmenn og ég er mikill aðdáandi Declan Rice."

Rice er algjör lykilmaður á miðju West Ham og hefur leikið þrettán landsleiki fyrir Englendinga.
Athugasemdir
banner