Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   mán 26. febrúar 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evan Ferguson einnig á óskalista Arsenal
Evan Ferguson.
Evan Ferguson.
Mynd: Getty Images
Evan Ferguson, sóknarmaður Brighton, hefur verið orðaður við Chelsea en núna er greint frá því að Arsenal hafi líka áhuga á honum.

Football Insider segir frá því að Arsenal muni skoða það að fá Ferguson í sumar.

Ivan Toney, sóknarmaður Brentford, hefur jafnframt verið orðaður við Arsenal en Lundúnafélagið er einnig að skoða aðra möguleika sem gætu hentað.

Hinn 19 ára gamli Ferguson er samningsbundinn Brighton til 2029 en hann hefur skorað sex deildarmörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Hann kemur til með að kosta meira en 100 milljónir punda í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner