Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Upamecano ætlar að skilja við Leipzig í sumar
Mynd: Getty Images
Bild segist hafa öruggar heimildir fyrir því að varnarmaðurinn öflugi Dayot Upamecano sé búinn að taka ákvörðun varðandi framtíð sína.

Upamecano er 21 árs miðvörður sem hefur verið lykilmaður í liði Leipzig undanfarin ár. Hann á yfir 40 leiki að baki fyrir yngri landslið Frakklands.

Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og er metinn á 50 milljónir evra. Í samningi hans er söluákvæði sem hljóðar upp á 60 milljónir.

Arsenal og FC Bayern eru meðal þátttakenda í kapphlaupinu um Upamecano.

Leipzig er í þriðja sæti þýsku deildarinnar um þessar mundir, fimm stigum eftir toppliði Bayern. Þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir auðveldan sigur á Tottenham í síðustu umferð.
Athugasemdir
banner
banner