PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   sun 26. maí 2024 16:05
Ívan Guðjón Baldursson
England: Armstrong skaut Southampton aftur upp í úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Leeds United 0 - 1 Southampton
0-1 Adam Armstrong ('24)

Leeds United og Southampton, sem féllu bæði úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra, mættust í úrslitaleik í umspili Championship deildarinnar í dag. Sigurvegarinn tryggði sér síðasta lausa sætið í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Leeds fékk góð færi á fyrstu mínútum leiksins en Southampton var sterkari aðilinn eftir það og tók forystuna á 24. mínútu, þegar Adam Armstrong fékk góða sendingu frá Will Smallbone og skoraði þægilega.

Markið skrifast að stóru leiti á skelfilegan varnarleik Leeds, þar sem varnarmenn héldu ekki línu og skildu Armstrong eftir aleinan.

Leeds tók við sér í síðari hálfleik og fékk fín færi en tókst ekki að koma boltanum í netið, eða á markrammann. Daniel James kom inn af bekknum og skaut í slána og átti svo aftur gott skot í uppbótartíma, en Alex McCarthy sá við honum.

Leeds tók ekki að skora í uppbótartímanum og urðu lokatölur 0-1 fyrir Southampton, sem fer aftur upp í úrvalsdeildina.

Leeds situr eftir með sárt ennið, háan launareikning og stóran mínus þegar kemur að fjármálareglum enska boltans, sem þýðir að félagið neyðist til að selja lykilmenn í sumar.

Talið er að Leeds þurfi að selja leikmenn fyrir um 100 milljónir punda, án þess að kaupa inn nýja, til að halda félaginu í góðu standi.

Southampton fer upp í úrvalsdeildina ásamt Leicester City og Ipswich, en Ipswich hefur ekki spilað í deild þeirra bestu í rúmlega 20 ár og lék í League One deildinni, þriðju efstu deild enska boltans, fyrir ári síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner