Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
banner
   sun 26. maí 2024 20:10
Sölvi Haraldsson
Rúnar Kristins: Engin skömm að tapa fyrir Breiðabliki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var mjög gott að mörgu leyti. Við gáfum Blikum góðan leik, þeir voru í mestu vandræðum með að opna okkur. Síðan kemur eitt mark úr skyndisókn þegar við erum með allt liðið okkar uppi á vellinum. Þeir leysa skyndisóknirnar miklu betru en við gerðum.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 4-1 tap á móti Breiðablik í dag.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 Breiðablik

Leikurinn var lengi vel í járnum en Breiðablik náðu að setja tvö mörk alveg í lokin. Því verður að spurja hvort 4-1hafi verið sanngjörn úrslit?

Þetta var alls ekki 4-1 leikur. Síðustu tvö mörkin voru bara stór misskilningur milli varnarmanna. Óli (Ólafur Íshólm) missir hann síðan klaufalega undir sig. Óli var búinn að vera frábær fyrir okkur í dag og frábær allt þetta tímabil. Úrslitin 4-1 gefur ekki rétta mynd af leiknum.

Annar leikurinn í röð sem Fram kemst yfir en missa það niður. Rúnar segir það ekki vera áhyggjuefni en hann kemur þá einnig inn á það að þetta verður ekki svona í allt sumar að Fram-liðið kemst yfir og heldur svo bara hreinu.

Nei alls ekki. Þó að fyrstu leikirnir hafi verið þannig að við fengum sjaldan mark á okkur eftir að hafa komist yfir að þá verður það ekki þannig allt tímabilið. Við erum viðbúin því að svona gerist. Ef við tökum munin á Fram-liðinu núna og í fyrra erum við að sjá breytingu. Við þurfum samt að halda áfram. Mótið er langt.

Fyrir leikinn voru Framarar búnir að fá á sig 5 mörk og besta varnarliðið í deildinni. Í dag fengu þeir á sig fjögur mörk en þetta var allt öðruvísi leikur en þeir hafa spilað í upphafi móts.

Allt í einu dettur þetta svona og fellur svona með Blikum. Þá lítur þetta mun verr út. Færin sem liðin fengu í dag, ég held að þau hafi veirð nokkuð jöfn í dag.

Næsti leikur hjá Fram er grasleikur. Þeirra fyrsti í sumar þegar þeir mæta í Kaplakrika og spila við FH.

Við þurfum að skoða FH-ingana, þeir eru öflugir. Fyrsti leikur á grasi í sumar, frá því í æfingarferðinni reyndar. Það verður áhugavert að sjá hvernig við verðum þá.“ sagði Rúnar að leiks lokum.

Rúnar kemur þá einnig inn á það að þeir munu reyna að taka æfingar á grasi fyrir leikinn.

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir