Liverpool tók við enska meistarabikarnum í gær eftir jafntefli gegn Crystal Palace í lokaumferð deildarinnar.
Það varð ljóst að Liverpool varð meistari þann 27. apríl þegar liðið vann Tottenham 5-1 á Anfield. Liðið átti þá fjóra leiki eftir en Liverpool fékk aðeins tvö stig út úr þeim.
Það varð ljóst að Liverpool varð meistari þann 27. apríl þegar liðið vann Tottenham 5-1 á Anfield. Liðið átti þá fjóra leiki eftir en Liverpool fékk aðeins tvö stig út úr þeim.
Brasilíski markvörðurinn Alisson sagði á léttu nótunum að hann væri orðinn þreyttur á þessu partístandi en Liverpool mun halda skrúðgöngu í borginni á morgun.
„Við gerum þetta ekki bara fyrir okkur sjálfa eða fjölskyldurnar okkar. Við leggjum mikið á okkur inn á vellinum og við gerum það fyrir stuðningsmennina. Það er sérstakara að fagna fyrir framan þá," sagði Alisson en liðið vann titilinn árið 2020 þegar stuðningsmenn máttu ekki mæta á leiki vegna Covid.
„Ég er orðinn svolítið þreyttur á þessu partýstandi. Höfum fagnað í fjórar vikur í röð. Núna getur maður gert það almennilega með verðlaunapening utan um hálsinn. Við munum fagna mikið en ég á tvo leiki eftir með landsliðinu svo ég þarf að fagna í huganum líka."
Athugasemdir