Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   mán 26. maí 2025 12:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Kæmi mér á óvart ef það væri ekki einhver orðrómur upp á Skaga"
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn sitja á botni Bestu deildar karla þegar átta umferðir eru búnar af mótinu. Þeir eru aðeins með sex stig.

Þeir töpuðu naumlega gegn Víkingi á dögunum en frammistaðan í þeim leik var betri en í leikjunum á undan. Eitthvað sem þeir geta byggt á.

„Burtséð frá frammistöðunni er þetta hrikaleg umferð fyrir þá þar sem FH var að vinna í kvöld og KA í gær. Þeir eru á botninum. Og þeir eiga Breiðablik í næsta leik," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

„Þetta er erfitt fyrir Jón Þór. Við erum á þannig stað núna að það hlýtur einhver að fara að ræða um það að starf hans sé í hættu. Þá koma tveir leikir úti gegn Víkingi og Breiðabliki. Leikurinn eftir það er ÍA gegn ÍBV og það er bara að duga eða drepast. Þú verður að safna stigum og það skiptir ekki máli hvaða liði þú ert að keppa á móti. Þú ert á botninum."

„Jón Þór fær rauða spjaldið í þessum leik, tvö gul. Hann er farinn að finna pressuna," sagði Elvar Geir.

„Hann veit alveg út á hvað þetta gengur. Hann er ekki nýr í þessu. Auðvitað vill maður aldrei að neinn sé rekinn en það kæmi mér á óvart ef það væri ekki einhver orðrómur upp á Skaga um að þeir væru farnir að skoða þessi mál," sagði Valur Gunnarsson.

„Svo er þessi umræða um Gunnar Heiðar sem er búsettur á Akranesi," sagði Elvar.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, býr á Akranesi og verður líklega með efstu mönnum á lista ef breytingar verða gerðar á Akranesi.

„Auðvitað vonar maður ekki. Þetta er sama og við töluðum um með KA í fyrra með Hadda þegar þeir gáfu honum séns. Það eru tvö ár síðan við vorum að tala um að Jón Þór yrði rekinn í Lengjudeildinni og það gerðist ekki. Það virkaði fyrir þá á þeim tíma. Auðvitað er ekki endilega rétt að láta menn fara en umræðan hlýtur að vera komin," sagði Valur.

Næstu leikir ÍA:
Breiðablik - ÍA
ÍA - ÍBV
Afturelding - ÍA
ÍA - Stjarnan
Vestri - ÍA
Innkastið - Blikar lúta í gras og Davíð Smári finnur lausnir
Athugasemdir
banner