Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   mán 26. maí 2025 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City vill klára kaupin á Reijnders fyrir HM félagsliða
Tijjani Reijnders.
Tijjani Reijnders.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester City vonast til að klára kaupin á hollenska miðjumanninum Tijjani Reijnders áður en HM félagsliða byrjar í sumar.

HM félagsliða hefst eftir um þrjár vikur og er City á meðal þátttökuliða.

Reijnders er 26 ára og leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður. Hann er samningsbundinn AC Milan til 2030 og hefur ítalska félagið engan áhuga á að selja leikmanninn ódýrt frá sér.

Talið er að Milan vilji fá um 55 milljónir punda fyrir Reijnders eftir að hann átti frábært tímabil í Serie A. Hann var valinn miðjumaður ársins í deildinni.

Pep Guardiola er í leit að leikmanni til að taka við keflinu af Kevin De Bruyne á miðjunni hjá City.

Morgan Gibbs-White, miðjumaður Nottingham Forest, er einnig á óskalista Man City, en það virðist vera fyrsta mál á dagskrá að ganga frá kaupum á Reijnders.
Athugasemdir