Oliver Sigurjónsson, leikmaður Aftureldingar, hefur ekkert spilað í síðustu fimm leikjum en í fjórum þeirra hefur hann verið á varamannabekknum. Oliver kom til Aftureldingar frá Breiðabliki í vetur og spilaði síðast í lok apríl.
Miðjumaðurinn var á bekknum gegn KA á laugardaginn en kom ekkert við sögu. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var spurður út í stöðuna á Oliver.
Miðjumaðurinn var á bekknum gegn KA á laugardaginn en kom ekkert við sögu. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var spurður út í stöðuna á Oliver.
Lestu um leikinn: KA 1 - 0 Afturelding
„Hann er svona alveg að verða klár, við hefðum mögulega getað sett hann inn á í dag, en hann verður klár í næsta leik. Hann er búinn að vera frá núna í 2-3 vikur og er allur að koma til. Hann verður vonandi klár (á fimmtudaginn)," sagði Maggi. Hann vonaðist einnig til þess að Aron Jóhannsson yrði klár í næsta leik, en hann var ekki með gegn KA.
Afturelding á leik gegn Val í Mosfellsbæ á fimmtudaginn.
Athugasemdir