Þrátt fyrir að Rúben Amorim hafi hætt á miðju tímabili til að taka við Manchester United þá náði Sporting Lissabon að vinna tvöfalt í Portúgal, tók bæði deildina og bikarinn.
Það eru yfir 20 ár síðan Sporting vann tvennuna síðast. Liðið hafði tryggt sér portúgalska meistaratitilinn áður en það lék gegn Benfica í bikarúrslitum í gær.
Það eru yfir 20 ár síðan Sporting vann tvennuna síðast. Liðið hafði tryggt sér portúgalska meistaratitilinn áður en það lék gegn Benfica í bikarúrslitum í gær.
Allt stefndi í 1-0 sigur Benfica þegar Sporting fékk vítaspyrnu í uppbótartíma eftir að Renato Sanches braut á Viktor Gyökeres innan teigs. Gyökeres, sem var líklega að spila sinn síðasta leik fyrir Sporting, skoraði sitt 54. mark á tímabilinu af vítapunktinum.
Í framlengingu var Sporting sterkara liðið og vann leikinn á endanum 3-1 eftir mörk Conrad Harderog Francisco Trincao.
„Þetta lið er með ótrúlegt hugarfar, það er erfitt að lýsa því. Ég er heppinn maður að vera með svona hóp í höndunum," sagði Rui Borges, stjóri Sporting, eftir leikinn.
Borges tók við eftir að Joao Pereira, sem hafði verið ráðinn í stað Amorim, var rekinn eftir að hafa unnið aðeins þrjá af átta leikjum. Borges kom liðinu aftur á flug og uppskeran mögnuð.
Athugasemdir