Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sitt fyrsta deildarmark í sumar þegar hann tryggði sínu mönnum 1-0 sigur á Aftureldingu á laugardag.
Grímsi fékk boltann eftir undirbúning frá bróður sínum Hrannari Birni og Bjarna Aðalsteinssyni og lét vaða með vinstri fæti fyrir utan D-bogann á vítateig Aftureldingar. Jökull Andrésson í marki gestanna réði ekki við frábært skot Grímsa.
Nafni markaskorarans, Hallgrímur Jónasson, tjáði sig um sinn mann í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.
Grímsi fékk boltann eftir undirbúning frá bróður sínum Hrannari Birni og Bjarna Aðalsteinssyni og lét vaða með vinstri fæti fyrir utan D-bogann á vítateig Aftureldingar. Jökull Andrésson í marki gestanna réði ekki við frábært skot Grímsa.
Nafni markaskorarans, Hallgrímur Jónasson, tjáði sig um sinn mann í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.
Lestu um leikinn: KA 1 - 0 Afturelding
„Hann hefði getað lagt upp mörk ef menn hefðu skorað, hann er bara frábær leikmaður. Það er svo gaman að horfa á hann, er með svo mörg vopn í búrinu; hann skorar úr hjólhestaspyrnum, leggur upp, leikur á menn og getur skotið fyrir utan. Hann hefur rosalega mikið. Hann er með stórt KA hjarta, dregur oft vagninn þegar vantar að búa til eitthvað extra. Hann skorar frábært mark í dag. Við erum allir himinlifandi með hann og liðið," sagði þjálfari KA manna.
Umræða í Innkastinu
„Ég er ekkert viss um að ég myndi nenna að horfa á marga KA leiki ef Hallgrímur Mar væri ekki í þessu liði," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu þar sem umferðin var gerð upp.
„Vigtin í sendingunni inn fyrir í sendingunni (á Jóan) var geggjuð. Það eru fáir eins og hann í deildinni, besti leikmaður KA," sagði Óskar Smári.
„Hann sagði í viðtalinu að hann hefði getað lagt upp þrjú mörk. Hann á svo mörg svona 'úff móment' (flott tilþrif)," sagði Valur Gunnarsson.
Athugasemdir