Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   mán 26. maí 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 8. umferð - Einn fjórði Íslendingur og bíður eftir ríkisborgararétti
Jakob Byström (Fram)
Jakob Byström kom óvænt upp í hendur Framara.
Jakob Byström kom óvænt upp í hendur Framara.
Mynd: KST Photos - Kristinn Steinn Traustason
Mynd: KST Photos - Kristinn Steinn Traustason
Mynd: KST Photos - Kristinn Steinn Traustason
Tvítugur Svíi sem spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deildinni er leikmaður 8. umferðar. Jakob Byström var í byrjunarliði Fram og skoraði tvö mörk í 3-2 útisigri sinna manna.

Fjallað var um það í Innkastinu að þessi leikmaður hafi óvænt komið upp í hendur Framara í vetur en hann er með íslenska tengingu. Hann var meiddur í byrjun tímabils en greip gæsina á föstudaginn.

Lestu um leikinn: KR 2 -  3 Fram

Jakob er með afar litla reynslu úr meistaraflokksbolta og er að mörgu leyti enn óheflaður leikmaður. Hann sýndi það gegn KR að hann er með spennandi hæfileika.

„Þvílík byrjun í frumraun sinni í Bestu deildinni. Skorar tvö frábær mörk og skapaði mikinn usla," skrifaði Gunnar Bjartur Huginsson, fréttamaður Fótbolta.net, en skallamark Jakobs hefur sérstaklega fengið lof.

„Þetta var frábær tilfinning, sérstaklega vegna þess að ég var að koma til baka eftir meiðsli. Ég fékk mörg símtöl frá fjölskyldu, vinum og kærustunni minni. Þau voru yfir sig ánægð," sagði Jakob í viðtali við RÚV.

Jakob er einn fjórði Íslendingur og hefur sótt um íslenskt ríkisfang. Það er í ferli og hann segist vonast eftir því að geta mögulega spilað fyrir Ísland einn daginn.

„Amma er frá Íslandi, frá Dalvík. Bróðir hennar býr hérna og þau eiga líka börn svo ég á þrjár stórar fjölskyldur hérna sem ég umgengst mikið," segir Jakob.

Leikmenn umferðarinnar:
7. umferð - Kjartan Kári Halldórsson (FH)
6. umferð - Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
5. umferð - Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
4. umferð - Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Innkastið - Blikar lúta í gras og Davíð Smári finnur lausnir
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 8 5 2 1 17 - 8 +9 17
2.    Vestri 8 5 1 2 11 - 4 +7 16
3.    Breiðablik 8 5 1 2 13 - 11 +2 16
4.    Valur 8 3 3 2 18 - 12 +6 12
5.    Fram 8 4 0 4 14 - 13 +1 12
6.    KR 8 2 4 2 24 - 18 +6 10
7.    FH 8 3 1 4 14 - 12 +2 10
8.    Stjarnan 8 3 1 4 12 - 15 -3 10
9.    Afturelding 8 3 1 4 8 - 11 -3 10
10.    ÍBV 8 2 2 4 7 - 14 -7 8
11.    KA 8 2 2 4 7 - 15 -8 8
12.    ÍA 8 2 0 6 8 - 20 -12 6
Athugasemdir
banner