Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   mán 26. maí 2025 13:15
Elvar Geir Magnússon
Formaður Liverpool: Ætlum að vera með enn betra lið næsta tímabil
Arne Slot með Englandsmeistarabikarinn.
Arne Slot með Englandsmeistarabikarinn.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool, segir að félagið ætli að mynda enn sterkara lið fyrir næsta tímabil. Werner var á Anfield í gær þegar Englandsmeistarabikarinn fór á loft.

Fagnaðarlátunum er alls ekki lokið í Liverpoolborg en nú er að hefjast skrúðganga með öllu tilheyrandi.

Werner segir að þegar sé nóg að gera á skrifstofunni við að undirbúa næsta tímabil. Félagið er í viðræðum um kaup á Florian Wirtz og Jeremie Frimpong, leikmönnum Bayer Leverkusen. Þeir munu kosta yfir 100 milljónir punda samanlagt.

„Það er þegar nóg að gera. Við komum öflugir til leiks. Það verður aldrei leiðinlegt að vinna. Við skuldum stuðningsmönnum okkar að mæta með enn betra lið næsta tímabil," segir Werner.

„Það eru þrír stjórar sem hafa unnið úrvalsdeildina á fyrsta tímabili og Arne Slot er einn af þeim. Hann er framúrskarandi leiðtogi. Hann er auðmjúkur og er ekki að reyna að vera einhver annar en hann er."
Athugasemdir