Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   mán 26. maí 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eins og þegar Hannibal fór með fílana yfir Alpana"
Kvenaboltinn
Guðni Eiríks
Guðni Eiríks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnað gegn Blikum.
Fagnað gegn Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH hefur komið langflestum á óvart með mjög öflugri spilamennsku í upphafi móts. FH lagði Íslandsmeistarana í Breiðabliki á föstudag og eina liðið með fleiri stig eftir átta leiki er Þróttur.

Fótbolti.net ræddi við Guðna Eiríksson, þjálfara FH, eftir leikinn gegn Breiðabliki.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Breiðablik

„Ef undanskilinn er síðasti leikur hefur varnarleikur liðsins verið á löngum köflum mjög góður. Það fer enginn í gegnum tímabil án þess að vinna, tapa og gera jafntefli, við vorum ekki góðar í síðasta leik og töpuðum. Hvernig ætlarðu að svara því, hvað ætlarðu að gera? Ætlar þú að gráta í marga daga eða taka þig saman í andlitinu? Það var það sem við gerðum og við vissum að verkefnið hér í dag yrði erfitt."

„Við lögðum leikinn mjög vel upp, komum alveg örugglega einhverjum á óvart. Kannski komum við þér á óvart, ég veit það ekki, eða öðrum sem voru að fylgjast með. Þetta er eins og þegar Hannibal fór með fílana yfir Alpana, Rómverjar áttu ekki von á því, kom þeim í opna skjöldu,"
sagði Guðni.

Guðni vísar þar í annað púnverska stríðið þar sem stríð var á milli Rómverja og Karþagó. Hannibal fór með her sinn yfir Alpana, inn í Ítalíu og kom Rómverjum á óvart. Guðni er ekki fyrsti þjálfarinn í sumar til þess að leita í söguna eftir líkingum því Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, gerði það eftirminnilega þegar hann líkti nálgun KR-inga við Hernan Cortes sem brenndi skipin og barðist við Asteka.

Geta endað hvar sem er í töflunni
Guðni var spurður út í FH og stöðuna í deildinni.

„Eins og ég hef sagt, þá er enginn að fara fram úr sér hérna í Krikanum. Við erum bara að fókusera á einn leik í einu. Það er bara maí, mótið er búið í október. Á meðan við vinnum leiki er ljóst að við verðum í efri hlutanum. Erum við með nógu gott lið til þess að vera ofarlega? Það er annarra að dæma, úrslitin segja einhverja tölu. Ef við erum 'on it' og höldum í gildi FH liðsins - nennum að berjast og hlaupa - þá getum við verið hvar sem er í töflunni," sagði Guðni.
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þróttur R. 7 6 1 0 18 - 5 +13 19
2.    Breiðablik 7 5 1 1 29 - 7 +22 16
3.    FH 7 5 1 1 13 - 7 +6 16
4.    Þór/KA 7 5 0 2 15 - 11 +4 15
5.    Fram 7 3 0 4 8 - 16 -8 9
6.    Stjarnan 7 3 0 4 8 - 16 -8 9
7.    Valur 7 2 2 3 7 - 9 -2 8
8.    Tindastóll 7 2 0 5 8 - 12 -4 6
9.    Víkingur R. 7 1 1 5 10 - 18 -8 4
10.    FHL 7 0 0 7 3 - 18 -15 0
Athugasemdir
banner
banner
banner