
FH hefur komið langflestum á óvart með mjög öflugri spilamennsku í upphafi móts. FH lagði Íslandsmeistarana í Breiðabliki á föstudag og eina liðið með fleiri stig eftir átta leiki er Þróttur.
Fótbolti.net ræddi við Guðna Eiríksson, þjálfara FH, eftir leikinn gegn Breiðabliki.
Fótbolti.net ræddi við Guðna Eiríksson, þjálfara FH, eftir leikinn gegn Breiðabliki.
Lestu um leikinn: FH 2 - 1 Breiðablik
„Ef undanskilinn er síðasti leikur hefur varnarleikur liðsins verið á löngum köflum mjög góður. Það fer enginn í gegnum tímabil án þess að vinna, tapa og gera jafntefli, við vorum ekki góðar í síðasta leik og töpuðum. Hvernig ætlarðu að svara því, hvað ætlarðu að gera? Ætlar þú að gráta í marga daga eða taka þig saman í andlitinu? Það var það sem við gerðum og við vissum að verkefnið hér í dag yrði erfitt."
„Við lögðum leikinn mjög vel upp, komum alveg örugglega einhverjum á óvart. Kannski komum við þér á óvart, ég veit það ekki, eða öðrum sem voru að fylgjast með. Þetta er eins og þegar Hannibal fór með fílana yfir Alpana, Rómverjar áttu ekki von á því, kom þeim í opna skjöldu," sagði Guðni.
Guðni vísar þar í annað púnverska stríðið þar sem stríð var á milli Rómverja og Karþagó. Hannibal fór með her sinn yfir Alpana, inn í Ítalíu og kom Rómverjum á óvart. Guðni er ekki fyrsti þjálfarinn í sumar til þess að leita í söguna eftir líkingum því Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, gerði það eftirminnilega þegar hann líkti nálgun KR-inga við Hernan Cortes sem brenndi skipin og barðist við Asteka.
Geta endað hvar sem er í töflunni
Guðni var spurður út í FH og stöðuna í deildinni.
„Eins og ég hef sagt, þá er enginn að fara fram úr sér hérna í Krikanum. Við erum bara að fókusera á einn leik í einu. Það er bara maí, mótið er búið í október. Á meðan við vinnum leiki er ljóst að við verðum í efri hlutanum. Erum við með nógu gott lið til þess að vera ofarlega? Það er annarra að dæma, úrslitin segja einhverja tölu. Ef við erum 'on it' og höldum í gildi FH liðsins - nennum að berjast og hlaupa - þá getum við verið hvar sem er í töflunni," sagði Guðni.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þróttur R. | 7 | 6 | 1 | 0 | 18 - 5 | +13 | 19 |
2. Breiðablik | 7 | 5 | 1 | 1 | 29 - 7 | +22 | 16 |
3. FH | 7 | 5 | 1 | 1 | 13 - 7 | +6 | 16 |
4. Þór/KA | 7 | 5 | 0 | 2 | 15 - 11 | +4 | 15 |
5. Fram | 7 | 3 | 0 | 4 | 8 - 16 | -8 | 9 |
6. Stjarnan | 7 | 3 | 0 | 4 | 8 - 16 | -8 | 9 |
7. Valur | 7 | 2 | 2 | 3 | 7 - 9 | -2 | 8 |
8. Tindastóll | 7 | 2 | 0 | 5 | 8 - 12 | -4 | 6 |
9. Víkingur R. | 7 | 1 | 1 | 5 | 10 - 18 | -8 | 4 |
10. FHL | 7 | 0 | 0 | 7 | 3 - 18 | -15 | 0 |
Athugasemdir