Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   mán 26. maí 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Björn Daníel: Var að von­ast til að fá Rol­ex eða eitt­hvað skemmti­legt
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Björn Daníel Sverrisson var heiðraður fyrir leik FH gegn Breiðabliki í gær en hann hefur spilað yfir 300 leiki fyrir Hafnarfjarðarliðið. Hann skoraði fyrra mark FH í leiknum.

Björn Daníel ræddi við mbl.is um áfangann og sló á létta strengi.

Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Breiðablik

„Ég vissi ekki að þeir ætluðu að gefa mér blóm, ég var að von­ast til þess að fá Rol­ex úr eða eitt­hvað skemmti­legt en nei, nei, þetta er geggjað," sagði Björn Daníel léttur.

„Þetta kannski seg­ir mér hvað ég er bú­inn að vera lengi í þessu. Ég er bú­inn að spila 300 leiki fyr­ir fé­lagið og var fimm ár úti í þokka­bót. Ég hefði kannski aldrei átt að fara út þá væri ég löngu bú­inn að slá þetta leikja­met hjá fé­lag­inu og lík­leg­ast gæti eng­inn náð mér bara."

Hann hefur allan sinn feril spilað með FH hér heima. Hann hefur spilað alls 340 leiki og skorað í þeim 73 mörk. Hann spilaði í atvinnumennsku frá 2014-2018. Hann spilaði með Viking í Noregi, AGF og Vejle í Danmörku. Þá á hann átta landsleiki að baki fyrir A-landsliðið.
Innkastið - Blikar lúta í gras og Davíð Smári finnur lausnir
Athugasemdir
banner