Björn Daníel Sverrisson var heiðraður fyrir leik FH gegn Breiðabliki í gær en hann hefur spilað yfir 300 leiki fyrir Hafnarfjarðarliðið. Hann skoraði fyrra mark FH í leiknum.
Björn Daníel ræddi við mbl.is um áfangann og sló á létta strengi.
Björn Daníel ræddi við mbl.is um áfangann og sló á létta strengi.
Lestu um leikinn: FH 2 - 0 Breiðablik
„Ég vissi ekki að þeir ætluðu að gefa mér blóm, ég var að vonast til þess að fá Rolex úr eða eitthvað skemmtilegt en nei, nei, þetta er geggjað," sagði Björn Daníel léttur.
„Þetta kannski segir mér hvað ég er búinn að vera lengi í þessu. Ég er búinn að spila 300 leiki fyrir félagið og var fimm ár úti í þokkabót. Ég hefði kannski aldrei átt að fara út þá væri ég löngu búinn að slá þetta leikjamet hjá félaginu og líklegast gæti enginn náð mér bara."
Hann hefur allan sinn feril spilað með FH hér heima. Hann hefur spilað alls 340 leiki og skorað í þeim 73 mörk. Hann spilaði í atvinnumennsku frá 2014-2018. Hann spilaði með Viking í Noregi, AGF og Vejle í Danmörku. Þá á hann átta landsleiki að baki fyrir A-landsliðið.
Athugasemdir