Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
   mán 26. maí 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Norwich að ráða fyrrum leikmann Selfoss
Liam Manning.
Liam Manning.
Mynd: Bristol City
Norwich er nálægt því að ráða Liam Manning sem næsta þjálfara sinn. Hann er þeirra efsti kostur til að taka við liðinu eftir að Johannes Hoff Thorup var rekinn í apríl.

Jack Wilshere stýrði Norwich í tveimur leikjum til bráðabirgða en hann fékk ekki starfið áfram og yfirgaf félagið.

Manning er í dag stjóri Bristol City og hefur gert þar mjög flotta hluti. Hann kom liðinu í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili.

Norwich er tilbúið að borga riftunarverðið í samningi Manning sem talið vera um 800 þúsund pund.

Manning er fyrrum leikmaður Selfoss en hann spilaði með þeim sumarið 2006. Fékk hann þá nokkur atkvæði í lið ársins í 2. deild.
Athugasemdir
banner