Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. júní 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
Ísland í dag - Sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í boði
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í dag. 8-liða úrslitin í Mjólkurbikarnum hefjast og það er leikið í Inkasso-deildinni, bæði karla og kvenna megin. Ásamt því eru nokkrir leikir í neðri deildunum.

ÍBV og Víkingur R. eigast við á Hásteinsvelli og liðið sem að sigrar þann leik verður fyrsta liðið til þess að tryggja sér farseðil í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Eyjamönnum á leiktíðinni en liðið er aðeins með einn sigurleik í Pepsi Max-deildinni.

Blússandi sóknarbolti er farinn að skila Víkingum stigum og liðið hefur ekki tapað leik síðan í lok maí.

Fram og Þróttur eigast við í Inkasso-deild karla á Framvellinum. Fjórum stigum munar á liðunum fyrir leikinn. Fram með fjórtán stig á meðan Þróttur er með tíu.

Það er sannkallaður botnslagur í Inkasso-deild kvenna þegar ÍR tekur á móti Fjölni í Breiðholtinu. ÍR án stiga fyrir leikinn á meðan Fjölnir er með tvö stig. Ansi dýrmæt stig í boði. Á sama tíma mætast Augnablik og Afturelding.

Í þriðju deildinni mætast Augnablik og Reynir S. á gervigrasinu í Fagralundi.

Það er toppslagur á dagskrá í 4. deild þegar Ægir og Elliði mætast í Þorlákshöfn. Bæði lið taplaus með þrettán stig eftir fimm leiki.
Hér að neðan má sjá leiki dagsins í íslenska boltanum

Inkasso deildin - 1. deild karla
19:15 Fram-Þróttur R. (Framvöllur)

3. deild karla
20:00 Augnablik-Reynir S. (Fagrilundur - gervigras)

Inkasso deild kvenna
19:15 ÍR-Fjölnir (Hertz völlurinn)
19:15 Augnablik-Afturelding (Kópavogsvöllur)

Mjólkurbikar karla
18:00 ÍBV-Víkingur R. (Hásteinsvöllur)

4. deild karla - B-riðill - 4. deild karla
20:00 KB-Afríka (Leiknisvöllur)
20:00 KM-ÍH (KR-völlur)
20:00 Snæfell-Hvíti riddarinn (Stykkishólmsvöllur)

4. deild karla - D-riðill - 4. deild karla
20:00 Ægir-Elliði (Þorlákshafnarvöllur)
Athugasemdir
banner