„Úr því sem var komið þá var gott að fá þetta jöfnunarmark, en í dag áttum við sigurinn skilið,“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari Þróttar eftir dramatískar lokamínútur í leik við Fram í Inkasso-deildinni í kvöld. Leikurinn endaði 2-2.
Lestu um leikinn: Fram 2 - 2 Þróttur R.
„„Ég held að það hafi verið útaf aukaspyrnu sem við áttum að fá stuttu áður en þeir skora. En það sýnir að menn eru að þessu af ástríðu. Jamie markmannsþjálfari gekk kannski aðeins of langt að mati dómarans en ég vil frekar hafa þetta svona en að menn séu bara einhver dauðyfli,“ sagði hann aðspurður um rautt spjald sem gefið var á bekk Þróttar milli markanna í uppbótartíma.
„„Með sigri í dag hefðum við stimplað okkur að einhverju leyti inn í toppbaráttuna. Mér finnst liðið komið á þann stað að við getum unnið öll liðin í þessari deild. Frá og með þessum Skagasigri kom einhver dýnamík í liðið. Það er orðin stökkbreyting á öllu, eiginlega klúbbnum."
Félagaskiptaglugginn lokar á næstu dögum og Gulli býst við einhverjum breytingum.
„Já, það verða breytingar. Menn munu bætast í hópinn. Við erum að missa ansi marga,“ sagði hann og hélt áfram, „Við erum að fá tvo leikmenn inn sem verður tilkynnt í dag ef það er ekki komið út."
Athugasemdir