Stjarnan tóku á móti HK á Samungvellinum í Garðabæ í kvöld þegar 20.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.
Stjarnan gat með sigri í kvöld lyft sér upp í efri helminginn í deildinni og þökk sé mörkum frá Örvari Eggertssyni og Óla Val Ómarssyni varð það raunin.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 0 HK
„Líður vel og bara góður leikur og skemmtilegur leikur. Vel spilandi og við erum sáttir." Sagði Hilmar Árni Halldórsson leikmaður Stjörnunnar eftir leik.
„Mér fannst bara gott flæði í okkar leik. Vorum að finna góð svæði og það var gott 'sync' á milli manna og ég held að það hafi bara sést að menn voru að njóta sín inni á vellinum."
Jökull þjálfari Stjörnunnar talaði um í viðtali eftir leik að þetta væri farið að líkjast því Stjörnuliði sem við sáum undir lok síðasta tímabils
„Já kannski, þetta var bara skemmtilegur leikur og skemmtilegt að spila hann. Gamla Stjörnuliðið eða nýja, það er alltaf bara næsti leikur og vonandi er liðið alltaf í einhverri þróun og þetta var útkoman í dag og hún var bara góð."
Hilmar Árni var heiðraður fyrir leik eftir að hafa spilað 300 deildarleiki á Íslandi.
„Það var bara skemmtilegt og heiður. Ég er stoltur af þessu og það var bara gaman."
Nánar er rætt við Hilmar Árna Halldórsson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |