Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   mán 26. ágúst 2024 22:22
Stefán Marteinn Ólafsson
Hilmar Árni: Sást að menn voru að njóta sín inni á vellinum
Hilmar Árni Halldórsson leikmaður Stjörnunnar
Hilmar Árni Halldórsson leikmaður Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tóku á móti HK á Samungvellinum í Garðabæ í kvöld þegar 20.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Stjarnan gat með sigri í kvöld lyft sér upp í efri helminginn í deildinni og þökk sé mörkum frá Örvari Eggertssyni og Óla Val Ómarssyni varð það raunin.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 HK

„Líður vel og bara góður leikur og skemmtilegur leikur. Vel spilandi og við erum sáttir." Sagði Hilmar Árni Halldórsson leikmaður Stjörnunnar eftir leik.

„Mér fannst bara gott flæði í okkar leik. Vorum að finna góð svæði og það var gott 'sync' á milli manna og ég held að það hafi bara sést að menn voru að njóta sín inni á vellinum." 

Jökull þjálfari Stjörnunnar talaði um í viðtali eftir leik að þetta væri farið að líkjast því Stjörnuliði sem við sáum undir lok síðasta tímabils

„Já kannski, þetta var bara skemmtilegur leikur og skemmtilegt að spila hann. Gamla Stjörnuliðið eða nýja, það er alltaf bara næsti leikur og vonandi er liðið alltaf í einhverri þróun og þetta var útkoman í dag og hún var bara góð." 

Hilmar Árni var heiðraður fyrir leik eftir að hafa spilað 300 deildarleiki á Íslandi. 

„Það var bara skemmtilegt og heiður. Ég er stoltur af þessu og það var bara gaman." 

Nánar er rætt við Hilmar Árna Halldórsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner