Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   mán 26. ágúst 2024 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Fannst við vera með fulla stjórn á þessum leik
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tóku á móti HK á Samungvellinum í Garðabæ í kvöld þegar 20.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Stjarnan gat með sigri í kvöld lyft sér upp í efri helminginn í deildinni og þökk sé mörkum frá Örvari Eggertssyni og Óla Val Ómarssyni varð það raunin.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 HK

„Frábært að halda hreinu og við vorum með mjög góð tök á þessum leik. Þeir auðvitað erfiðir í þessum löngu boltum, þessum háu boltum og fyrirgjafir og svoleiðis. Mér fannst við díla ágætlega við það. Betur í seinni en fyrri, löguðum það aðeins. Annars fannst mér við bara vera með fulla stjórn á þessum leik og er mjög ánægður með það." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld. 

HK liðið kom Jökli og hans mönnum örlítið á óvart í leiknum í kvöld en Stjörnumenn áttu von á fleiri mönnum í pressu.

„Þeir komu agressívari en þeir hafa oft gert í byrjun leikja. Ég hélt þeir myndu koma fleiri í pressu. Leikurinn okkar og ansi langur tími þar sem boltinn er á bakverði eða hafsent hjá okkur og svona gengur þar á milli. Það kom mér aðeins á óvart að þeir leyfðu okkur það bara.

Hvað fannst Jökli skera á milli liðana í kvöld?

„Mér fannst við betri á boltann, mér fannst sóknirnar okkar betri og hættulegri. En 2-0 er ekki frábær forysta á móti HK. Þó það séu tíu mínútur eftir þá veistu að þeir geta alltaf tekið endasprettinn og við ræddum það í hálfleik að þeir ættu eftir að spyrna aðeins frá og þeir gerðu það en við stóðum það bara vel af okkur. Mér fannst við bara öflugir og mér fannst 'control-ið' gott." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner