Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   mán 26. ágúst 2024 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Fannst við vera með fulla stjórn á þessum leik
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tóku á móti HK á Samungvellinum í Garðabæ í kvöld þegar 20.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Stjarnan gat með sigri í kvöld lyft sér upp í efri helminginn í deildinni og þökk sé mörkum frá Örvari Eggertssyni og Óla Val Ómarssyni varð það raunin.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 HK

„Frábært að halda hreinu og við vorum með mjög góð tök á þessum leik. Þeir auðvitað erfiðir í þessum löngu boltum, þessum háu boltum og fyrirgjafir og svoleiðis. Mér fannst við díla ágætlega við það. Betur í seinni en fyrri, löguðum það aðeins. Annars fannst mér við bara vera með fulla stjórn á þessum leik og er mjög ánægður með það." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld. 

HK liðið kom Jökli og hans mönnum örlítið á óvart í leiknum í kvöld en Stjörnumenn áttu von á fleiri mönnum í pressu.

„Þeir komu agressívari en þeir hafa oft gert í byrjun leikja. Ég hélt þeir myndu koma fleiri í pressu. Leikurinn okkar og ansi langur tími þar sem boltinn er á bakverði eða hafsent hjá okkur og svona gengur þar á milli. Það kom mér aðeins á óvart að þeir leyfðu okkur það bara.

Hvað fannst Jökli skera á milli liðana í kvöld?

„Mér fannst við betri á boltann, mér fannst sóknirnar okkar betri og hættulegri. En 2-0 er ekki frábær forysta á móti HK. Þó það séu tíu mínútur eftir þá veistu að þeir geta alltaf tekið endasprettinn og við ræddum það í hálfleik að þeir ættu eftir að spyrna aðeins frá og þeir gerðu það en við stóðum það bara vel af okkur. Mér fannst við bara öflugir og mér fannst 'control-ið' gott." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner