Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   mán 26. ágúst 2024 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Fannst við vera með fulla stjórn á þessum leik
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tóku á móti HK á Samungvellinum í Garðabæ í kvöld þegar 20.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Stjarnan gat með sigri í kvöld lyft sér upp í efri helminginn í deildinni og þökk sé mörkum frá Örvari Eggertssyni og Óla Val Ómarssyni varð það raunin.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 HK

„Frábært að halda hreinu og við vorum með mjög góð tök á þessum leik. Þeir auðvitað erfiðir í þessum löngu boltum, þessum háu boltum og fyrirgjafir og svoleiðis. Mér fannst við díla ágætlega við það. Betur í seinni en fyrri, löguðum það aðeins. Annars fannst mér við bara vera með fulla stjórn á þessum leik og er mjög ánægður með það." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld. 

HK liðið kom Jökli og hans mönnum örlítið á óvart í leiknum í kvöld en Stjörnumenn áttu von á fleiri mönnum í pressu.

„Þeir komu agressívari en þeir hafa oft gert í byrjun leikja. Ég hélt þeir myndu koma fleiri í pressu. Leikurinn okkar og ansi langur tími þar sem boltinn er á bakverði eða hafsent hjá okkur og svona gengur þar á milli. Það kom mér aðeins á óvart að þeir leyfðu okkur það bara.

Hvað fannst Jökli skera á milli liðana í kvöld?

„Mér fannst við betri á boltann, mér fannst sóknirnar okkar betri og hættulegri. En 2-0 er ekki frábær forysta á móti HK. Þó það séu tíu mínútur eftir þá veistu að þeir geta alltaf tekið endasprettinn og við ræddum það í hálfleik að þeir ættu eftir að spyrna aðeins frá og þeir gerðu það en við stóðum það bara vel af okkur. Mér fannst við bara öflugir og mér fannst 'control-ið' gott." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner