Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mán 26. ágúst 2024 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Fannst við vera með fulla stjórn á þessum leik
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tóku á móti HK á Samungvellinum í Garðabæ í kvöld þegar 20.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Stjarnan gat með sigri í kvöld lyft sér upp í efri helminginn í deildinni og þökk sé mörkum frá Örvari Eggertssyni og Óla Val Ómarssyni varð það raunin.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 HK

„Frábært að halda hreinu og við vorum með mjög góð tök á þessum leik. Þeir auðvitað erfiðir í þessum löngu boltum, þessum háu boltum og fyrirgjafir og svoleiðis. Mér fannst við díla ágætlega við það. Betur í seinni en fyrri, löguðum það aðeins. Annars fannst mér við bara vera með fulla stjórn á þessum leik og er mjög ánægður með það." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld. 

HK liðið kom Jökli og hans mönnum örlítið á óvart í leiknum í kvöld en Stjörnumenn áttu von á fleiri mönnum í pressu.

„Þeir komu agressívari en þeir hafa oft gert í byrjun leikja. Ég hélt þeir myndu koma fleiri í pressu. Leikurinn okkar og ansi langur tími þar sem boltinn er á bakverði eða hafsent hjá okkur og svona gengur þar á milli. Það kom mér aðeins á óvart að þeir leyfðu okkur það bara.

Hvað fannst Jökli skera á milli liðana í kvöld?

„Mér fannst við betri á boltann, mér fannst sóknirnar okkar betri og hættulegri. En 2-0 er ekki frábær forysta á móti HK. Þó það séu tíu mínútur eftir þá veistu að þeir geta alltaf tekið endasprettinn og við ræddum það í hálfleik að þeir ættu eftir að spyrna aðeins frá og þeir gerðu það en við stóðum það bara vel af okkur. Mér fannst við bara öflugir og mér fannst 'control-ið' gott." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner