Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   mán 26. ágúst 2024 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Ómar: Svolítið öðruvísi svekktur en oft áður
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK heimsóttu Stjörnunna í kvöld á Samungvöllinn þegar 20.umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni.

HK vonaðist til að geta byggt á góð úrslit í síðustu umferð en gripu í tómt í Garðabænum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 HK

„Alltaf svekktur með að tapa en samt svona svolítið öðruvísi svekktur en oft áður. Mér fannst bara margt jákvætt í leik liðsins míns hérna í kvöld. Við vorum bara mjög nálægt því að skora mjög oft og búnir að koma okkur í fullt af fínum stöðum. Þetta bara einhvernveginn gekk ekki í kvöld og við töpum." Sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir tapið í kvöld.

„Mér fannst aldrei uppgjöf í liðinu. Mér fannst við halda áfram að þrýsta á þá og vorum allan tíman að reyna að fá eitthvað út úr leiknum." 

„Bæði mörkin eru svona mistök sem er hægt að lagfæra og gera betur í en svona heilt yfir þá er margt jákvætt sem er hægt að taka út úr þessu miðað við aðra leiki sem að við höfum tapað."

HK gerði tilkall til vítaspyrnu í síðari hálfleik þegar Atli Þór Jónasson fer niður í teignum en ekkert var dæmt.

„Mér finnst miðvörður Stjörnunnar bara halda honum frá því að komast í boltann og toga hann það mikið frá boltanum að það endar með að Atli dettur. Það er stórt móment í leiknum. Auk þess fannst mér Örvar eiga að fá seinna gula þegar hann hendir sér niður í teignum þarna bara eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik og sleppa vel þar. Við eigum líka að gera betur og ekki vera upp á það komnir að þeir hitti á allar stóru ákvarðanirnar." 

Nánar er rætt við Ómar Inga Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir