Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mán 26. ágúst 2024 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Ómar: Svolítið öðruvísi svekktur en oft áður
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK heimsóttu Stjörnunna í kvöld á Samungvöllinn þegar 20.umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni.

HK vonaðist til að geta byggt á góð úrslit í síðustu umferð en gripu í tómt í Garðabænum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 HK

„Alltaf svekktur með að tapa en samt svona svolítið öðruvísi svekktur en oft áður. Mér fannst bara margt jákvætt í leik liðsins míns hérna í kvöld. Við vorum bara mjög nálægt því að skora mjög oft og búnir að koma okkur í fullt af fínum stöðum. Þetta bara einhvernveginn gekk ekki í kvöld og við töpum." Sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir tapið í kvöld.

„Mér fannst aldrei uppgjöf í liðinu. Mér fannst við halda áfram að þrýsta á þá og vorum allan tíman að reyna að fá eitthvað út úr leiknum." 

„Bæði mörkin eru svona mistök sem er hægt að lagfæra og gera betur í en svona heilt yfir þá er margt jákvætt sem er hægt að taka út úr þessu miðað við aðra leiki sem að við höfum tapað."

HK gerði tilkall til vítaspyrnu í síðari hálfleik þegar Atli Þór Jónasson fer niður í teignum en ekkert var dæmt.

„Mér finnst miðvörður Stjörnunnar bara halda honum frá því að komast í boltann og toga hann það mikið frá boltanum að það endar með að Atli dettur. Það er stórt móment í leiknum. Auk þess fannst mér Örvar eiga að fá seinna gula þegar hann hendir sér niður í teignum þarna bara eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik og sleppa vel þar. Við eigum líka að gera betur og ekki vera upp á það komnir að þeir hitti á allar stóru ákvarðanirnar." 

Nánar er rætt við Ómar Inga Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner