Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 26. september 2021 14:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Arsenal og Tottenham: Xhaka snýr aftur
Xhaka að koma úr banni
Xhaka að koma úr banni
Mynd: Getty Images
Síðasti leikur sjöttu umferðar í ensku úrvalsdeildinni hefst kl 15:30. Það er grannaslagur Arsenal og Tottenham. Byrjunarliðin eru klár.

Mikel Arteta stjóri Arsenal gerir eina breytingu frá 1-0 sigri liðsins á Burnley í síðustu umferð. Granit Xhaka snýr aftur eftir þriggja leikja bann. Nicolas Pepe sest á bekkinn.

Nuno Espirito Santo gerir þrjár breytingar frá 3-0 tapi gegn Chelsea í síðustu umferð. Japhet Tanganga, Davinson Sanchez og Lucas Moura koma inn í liðið. Cristian Romero, Emerson Royal og Giovani Lo Celso setjast á bekkinn.

Arsenal: Ramsdale, Tomiyasu, Gabriel, White, Tierney, Xhaka, Partey, Odegaard, Saka, Smith Rowe, Aubameyang.

Tottenham: Lloris, Tanganga, Sanchez, Dier, Reguilon, Hojbjerg, Ndombele, Moura, Alli, Son, Kane.


Athugasemdir
banner
banner
banner