Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   þri 26. september 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæðinu
Powerade
Ivan Toney, sóknarmaður Brentford.
Ivan Toney, sóknarmaður Brentford.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Marc Cucurella.
Marc Cucurella.
Mynd: EPA
Toney, Cucurella, Lukaku, Alonso, Tomori, Sancho, Lingard, Dimarco og fleiri í áhugaverðum slúðurpakka dagsins í boði Powerade.

Arsenal er tilbúið að stíga næsta skref í áhuga sínum á enska sóknarmanninum Ivan Toney (27) í janúar. Brentford verðmetur leikmanninn á 60 milljónir punda. (Mirror)

Brentford skoðar það að kaupa sóknarmann, sama hvort Toney verður seldur eða ekki. Daninn Jonas Wind (24) hjá Wolfsburg, Grikkinn Vangelis Pavlidis (24) hjá AZ Alkmaar og Brassinn Marcos Leonardo (20) hjá Santos eru undir smásjánni. (90min)

Liðsfélagar Jadon Sancho (23) hafa hvatt hann til að biðjast afsökunar og binda enda á deilurnar við Erik ten Hag, stjóra Manchester United. (Mirror)

Sancho hefur verið bannaður frá allri æfingaaðstöðu United. Hann má ekki vera í matsalnum með aðalliðinu og borðar með unglingaliðinu. (Mail)

Samtök atvinnumanna (PFA) hafa boðist til að aðstoða Sancho og Ten Hag í að leysa úr ágreiningi sínum. (Times)

Spænski varnarmaðurinn Marc Cucurella (25) vonast til að yfirgefa Chelsea í janúar og hefur rætt við Mauricio Pochettino. (Sun)

Pochettino hélt liðsræðu eftir tapið gegn Aston Villa og sagði við leikmenn sína að allir hjá Chelsea þyrftu að leggjast á árarnar og koma liðinu út úr vandræðunum. (Mail)

Roma hefur áhuga á að fá Romelu Lukaku (30) alfarið til félagsins en hann er á láni frá Chelsea. Roma gæti boðið Tammy Abraham (25) í skiptum. (Calciomercatoweb)

Real Madrid vill fá Xabi Alonso stjóra Bayer Leverkusen til að taka við liðinu af Carlo Ancelotti sem mun að öllum líkindum hætta eftir tímabilið og taka við Brasilíu. (Útvarp Marca)

Bruno Saltor er skyndilega hættur hjá Chelsea. Saltor kom til félagsins þegar Graham Potter var ráðinn og var svo áfram í þjálfarateyminu eftir komu Mauricio Pochettino. (Telegraph)

Inter mun á næstunni hitta ítalska varnarmanninn Federico Dimarco (25) og ræða við hann um nýjan samning. (Anch'Io Sport)

Enski varnarmaðurinn Fikayo Tomori (25) hafnaði Paris St-Germain í sumar til að vera áfram hjá AC Milan. (Calciomercato)

West Ham hefur ekki lengur áhuga á að semja við Jesse Lingard (30) og hann æfir nú með Al Ettifaq í Sádi-Arabíu. (Athletic)

Tottenham vill fá 13 milljónir punda fyrir argentínska miðjumanninn Giovani lo Celso (27) í janúar. Barcelona og Real Betis hafa áhuga. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner