Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 26. október 2018 13:05
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Kristins: Viljum sækja fleiri leikmenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar fengu til sín tvo nýja leikmenn í dag. Alex Freyr og Ægir Jarl skrifuðu undir í Frostaskjólinu.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ræddi við Fótbolta.net á fréttamannafundi í dag.

„Við erum gríðarlega ánægðir með að fá þessa leikmenn. Þeir styrkja liðið fyrir komandi tímabil," segir Rúnar.

„Ægir valdi KR og ég held að það sé mjög gott val hjá honum. Við höfum áhuga á að blanda okkur í þá baráttu að berjast um titilinn. Við viljum komast nær en við gerðum síðasta sumar. Til þess þurfum við að fá inn menn sem eru til í að leggja á sig mikla vinnu og yngja upp leikmannahópinn okkar."

„Fjölnismenn hafa alið upp góða leikmenn undanfarin ár og við getum vonandi gert hann enn betri og hjálpað honum í þeirri vegferð sem hann er í. Það er stundum hollt fyrir menn að breyta um umhverfi og koma á nýja staði og fá nýja áskorun."

Alex hefur verið lykilmaður hjá Víkingum og fróðlegt verður að sjá hann með enn betri leikmenn í kringum sig.

„Það verður mjög áhugavert. Við höfum fylgst með honum lengi og höfðum mikinn áhuga á að fá hann í okkar raðir. Við erum með frekar þunnan hóp og við viljum hafa ólíkar týpur í hópnum. Við viljum sækja okkur fleiri leikmenn, við vorum með of lítinn hóp í sumar."

Fleiri frétta er að vænta af KR á næstunni en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner